Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   fim 09. maí 2013 18:59
Björn Steinar Brynjólfsson
Ólafur Þórðarson: Kale var að verja gríðarlega vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við ætluðum að sækja þessi stig hingað og við gerðum það, ég get ekki verið annað en sáttur með það," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings eftir 1-2 sigur á Grindavík í fyrstu umferð 1. deildar karla í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Víkingur R.

,,Mér fannst við í rauninni hafa átt að vera komnir í 2-0 en klikkuðum á að nýta það sem var að opnast fyrir okkur. Grindvíkingarnir eru sterkir og þeir fengu líka sín færi og Kale var að verja gríðarlega vel tvisvar þrisvar sinnum og hélt okkur á floti þá. Ég gat verið sáttur við fyrri hálfleikinn í byrjun."

Grindavík er spáð sigur í deildinni í sumar en Víkingum fjórða sæti og sigurinn því góður fyrir drengi Ólafs.

,,Það er alltaf áskorun að koma til Grindavíkur, alveg sama hvar í andskotanum menn spá þeim. Það er alltaf erfitt að spila hérna. Grindvíkingar gefa það sem þeir eiga og ég hef aldrei séð Grindavíkurlið sem ekki berst. Við vissum að það yrði mjög erfitt. Þeir eru með fullt af fínum fótboltamönnum innan sinna raða. Mér fannst þetta jafn leikur og það datt okkar megin í dag og fyrir það er ég mjög þakklátur."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner