„Já það eru svona nokkrir hlutir sem koma á óvart og kannski ber fyrst að nefna Gulla markmann," sagði Guðmundur Benediktsson íþróttalýsandi í lok blaðamannafundar íslenska landsliðsins rétt í þessu.
„Ég átti von á því að Viðar Örn yrði í þessum hóp og átti von á því að þeir tækju 5 framherja en þeir kjósa að fara bara með 4 framherja núna," sagði Guðmundur í samtali við Fótbolta.net
Þeirra leikmanna sem eru á biðlista núna bíður erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að undirbúa sig og vera klárir ef kallið kemur.
„Ég held að þú verðir að undirbúa þig þannig að gera ráð fyrir því að vera að fara. Þetta er að sjálfsögðu ömurleg hlutskipti að vera í þessum varamannahóp."
Eiður Smári var tilkynntur síðastur í leikmannakynningunni.
„Ég var ekkert stressaður. Við vitum öll hvað Eiður hefur uppá að bjóða."
Í byrjun blaðamannafundar var tilkynnt að Lars héldi ekki áfram með landsliðið, Gummi sá sér leik á borði og bauð honum á Bessastaði.
„Mér fannst þetta reyndar lousy byrjun að drepa stemminguna svona í upphafi blaðamannafundar."
Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.
Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir























