Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   mán 09. maí 2016 15:01
Gunnar Birgisson
Gummi Ben: Mér fannst þetta „lousy" byrjun
Gummi Ben
Gummi Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já það eru svona nokkrir hlutir sem koma á óvart og kannski ber fyrst að nefna Gulla markmann," sagði Guðmundur Benediktsson íþróttalýsandi í lok blaðamannafundar íslenska landsliðsins rétt í þessu.

„Ég átti von á því að Viðar Örn yrði í þessum hóp og átti von á því að þeir tækju 5 framherja en þeir kjósa að fara bara með 4 framherja núna," sagði Guðmundur í samtali við Fótbolta.net

Þeirra leikmanna sem eru á biðlista núna bíður erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að undirbúa sig og vera klárir ef kallið kemur.
„Ég held að þú verðir að undirbúa þig þannig að gera ráð fyrir því að vera að fara. Þetta er að sjálfsögðu ömurleg hlutskipti að vera í þessum varamannahóp."

Eiður Smári var tilkynntur síðastur í leikmannakynningunni.
„Ég var ekkert stressaður. Við vitum öll hvað Eiður hefur uppá að bjóða."

Í byrjun blaðamannafundar var tilkynnt að Lars héldi ekki áfram með landsliðið, Gummi sá sér leik á borði og bauð honum á Bessastaði.
„Mér fannst þetta reyndar lousy byrjun að drepa stemminguna svona í upphafi blaðamannafundar."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner