Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 09. júní 2021 15:44
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund vill 95 milljónir fyrir Sancho
Mynd: Getty Images
Fréttamaðurinn virti Fabrizio Romano greinir frá því í dag að Manchester United sé í viðræðum við teymi Jadon Sancho um möguleg félagaskipti.

Man Utd hefur ekki enn lagt fram tilboð í Sancho en Romano segir Borussia Dortmund vilja fá 95 milljónir evra fyrir kantmanninn.

Sancho er 21 árs gamall og hefur verið frábær frá komu sinni til Dortmund. Þar er hann búinn að skora 50 mörk í 137 leikjum auk þess að leggja önnur 64 upp.

Þetta gæti þó verið síðasta árið hans hjá Dortmund sem er reiðubúið til að selja stjörnuna sína fyrir rétt verð.

Sancho ólst upp hjá Manchester City en skipti til Dortmund þar sem hann fékk ekki tækifæri með aðalliði City. Hjá Dortmund fékk hann tækifærin og lét ljós sitt skína.

Hann á 19 leiki að baki fyrir A-landslið Englands og var algjör lykilmaður í yngri landsliðunum þar sem hann skoraði 23 mörk í 36 leikjum.

Hjá Man Utd myndi hann berjast við menn á borð við Anthony Martial, Marcus Rashford, Mason Greenwood og Daniel James um byrjunarliðssæti.

Romano greinir einnig frá því að Chelsea hafi gríðarlegan áhuga á Erling Braut Haaland en Norðmaðurinn er ekki til sölu. Haaland verður eflaust seldur næsta sumar þegar söluákvæði tekur gildi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner