Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 09. júní 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjórn Palace ekki tilbúin að samþykkja kröfur Nuno
Mynd: Getty Images
Daily Mail greinir frá því í morgun að viðræður Nuno Espirito Santo við Crystal Palace hafi siglt í strand í gærkvöldi.

Nuno hafði verið í viðræðum við félagið um að taka við sem stjóri félagsins en kröfur hans voru með kröfur sem stjórn félagsins var ekki tilbúin að samþykkja.

Roy Hodgson hætti sem stjóri Palace eftir leiktíðina og er leit í gangi að arftaka hans.

Nuno hefur verið orðaður við stöðuna hjá bæði Tottenham og Everton. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hans mál þróast.

Palace er nú sagt vera með Steve Cooper og Sean Dyche efsta á lista.
Athugasemdir
banner
banner