banner
   fös 09. júní 2023 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amrabat þráir að fara til Barcelona
Sofyan Amrabat er 26 ára gamall og á 106 leiki að baki á þremur árum hjá Fiorentina.
Sofyan Amrabat er 26 ára gamall og á 106 leiki að baki á þremur árum hjá Fiorentina.
Mynd: EPA

Marokkóski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat er líklega að skipta um félag í sumar eftir að hafa tapað í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar á miðvikudagskvöldið. Amrabat og félagar í Fiorentina töpuðu 2-1 gegn West Ham United.


Nordin Amrabat, eldri bróðir Sofyan og núverandi leikmaður AEK Aþenu í Grikklandi, var spurður hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að West Ham vildi kaupa Sofyan til að fylla í skarðið sem myndast þegar Declan Rice verður seldur í sumar.

„Sofyan er ekki að fara til West Ham. Hann vill spila fyrir topplið og helst á Spáni. Barcelona er draumurinn og hann er ofarlega á lista hjá félaginu, en þið vitið hvernig fjárhagsástandið er hjá þeim," segir Nordin Amrabat, en Fiorentina er talið vilja fá 20 til 25 milljónir evra fyrir Sofyan, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Það eru fleiri félög sem vilja einnig fá Sofyan til sín en hann er með Barcelona í forgangi."

Barcelona er í leit að tveimur miðjumönnum í sumar en ólíklegt er að félagið geti leyft sér að eyða háum fjárhæðum og mun því líklegast leitast eftir að fá leikmenn til sín á frjálsri sölu.

Manchester United hefur verið orðað við Amrabat og gæti látið til skarar skríða í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner