Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 09. júní 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Barkley og Pepe yfirgefa Nice
Ross Barkley reynir að ná boltanum af Neymar.
Ross Barkley reynir að ná boltanum af Neymar.
Mynd: EPA
Ross Barkley, fyrrum miðjumaður enska landsliðsins, mun yfirgefa franska liðið Nice þegar samningur hans rennur út um næstu mánaðamót.

Barkley er fyrrum leikmaður Everton og Chelsea en hann gerði eins árs samning við Nice fyrir ári síðan. Hann skoraði fjögur mörk í 28 leikjum fyrir félagið.

Vængmaðurinn Nicolas Pepe mun einnig yfirgefa Nice en eins árs lánssamningur hans við Arsenal rennur þá út. Þá snýr bakvörðurinn Joe Bryan aftur til Fulham eftir lánssamning hjá franska liðinu.
Athugasemdir
banner
banner