
Alltaf svekkjandi að tapa á heimavelli, við mættum mjög góðu og skipulögðu liði í dag og þeir áttu meira í leiknum sérstaklega í fyrri hálfleik, þeir fara dýpra á völlin eftir markið sem þeir skora og þá áttum við okkar móment sagði svekktur Nenad Zivanovic þjálfari Ægis eftir naumt tap gegn Skagamönnum í kvöld í Þorláksshöfn.
Lestu um leikinn: Ægir 0 - 1 ÍA
Við áttum tvö færi og eitt skot í slá og við gátum í raun og veru gert meira en það. Ég er ánægður með baráttuandan í liðinnu að minnsta kosti betra heldur en í síðustu leikjum, við litum út eins og við sjálfir
Við vorum að berjast og góð samheldni í liðinnu, ég er mjög ánægður með það en ég er svekktur að hafa tapað leiknum. Ef hlutirnir ganga ekki vel er það þjálfaranum að kenna, 1 stig eftir 6 leiki þannig eitthvað er ég að gera rangt. Ég þarf að kafa djúpt og finna út hvaða mistök við erum að gera
Við erum reynslulítið lið og leikmenn sem eru ekki vanir að spila á þessu gæðastigi, núna er tími fyrir þá til þess að læra og verða betri, ég er bjartsýnn að eðlisfari og gefst aldrei upp og ég hef trú að við getum bjargað stöðu okkar í deildinni.
Nánar er rætt við Nenad hér að ofan.