Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 09. júní 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Varamaðurinn Endrick skoraði sigurmark Brasilíu
Endrick skoraði sigurmarkið
Endrick skoraði sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Brasilíska landsliðið vann 3-2 sigur á Mexíkó í vináttulandsleik á Kyle Field-leikvanginum í Texas í Bandaríkjunum í nótt.

Andreas Pereira, Gabriel Martinelli og Endrick skoruðu mörk Brasilíumanna í leiknum.

Pereira skoraði á 5. mínútu. Hann fékk boltann í teignum, hélt ró sinni með nokkrum snertingum sem tóku alla vörn Mexíkó úr jafnvægi áður en hann setti boltann í netið.

Martinelli gerði annað markið í byrjun síðari hálfleiks eftir laglegan undirbúning hægri bakvarðarins Yan Couto. Julian Quinones minnkaði muninn fyrir Mexíkó þegar um tuttugu mínútur voru eftir.

Guillermo Martinez jafnaði á þriðju mínútu í uppbótartíma fyrir Mexíkó áður en hinn 18 ára gamli Endrick gerði sigurmark Brasilíumanna.

Endrick hefur nú skorað í síðustu þremur landsleikjum sínum.

Báðar þjóðir taka þátt í Copa America-keppninni síðar í þessum mánuði en keppnin er haldin í Bandaríkjunum þetta árið.
Athugasemdir
banner
banner