Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   þri 09. ágúst 2016 22:48
Mist Rúnarsdóttir
Orri: Raskaði miklu að missa tvo leikmenn á sömu mínútunni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er náttúrulega svekkjandi að tapa. Þetta leit nokkuð vel út fyrir okkur í fyrri hálfleik en það raskaði miklu fyrir okkur að missa tvo leikmenn á sömu mínútunni," sagði Orri Þórðarson þjálfari FH þegar Fótbolti.net náði af honum tali eftir tapleikinn gegn Breiðablik í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 FH

„Mér fannst við kannski fá á okkur óþarflega mörg mörk en að sama skapi gef ég stelpunum hrós fyrir að halda haus og halda áfram allan tímann. Við hefðum getað sett 2-3 í lokin."

„Ég á til með að hrósa varamarkmanninum okkar sem kom inná. Henni Þóru. Hún kom inn á í hörkuleik á móti svona góðu liði og stóð sig bara frábærlega. Stór plús til hennar."
sagði Orri en aðalmarkvörður liðsins, Jeanette Williams þurfti að fara af velli vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af vinstri bakverðinum Mariu Selmu Haseta.

„Jeanette fékk höfuðhögg og Maria Selma var búin að vera tæp í lærinu. Hún hafði fengið högg á lærið og fékk aftur högg á það þannig að hún gat ekki haldið áfram."

Skiptingarnar komu skömmu fyrir hálfleik en fram að því höfðu FH-ingar verið inni í leiknum og lokað vel á Blika. Það var eðlilega áfall fyrir liðið að missa leikmennina útaf og ekki lagaðist neitt þegar Breiðablik jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hvað sagði Orri við sínar konur í hálfleik til að stappa í þær stálinu?

„Bara halda haus og halda áfram. Vera kannski aðeins rólegri á boltann en þær skoruðu náttúrulega tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum í seinni hálfleik og þá var þetta á brattan að sækja."

Þrátt fyrir tapið finnst Orra liðið sitt vera í framför og segist geta tekið margt jákvætt úr leiknum.

„Mér finnst við vera að styrkjast og þrátt fyrir tapið voru margir góðir punktar í þessu hjá okkur. Við vissum það náttúrulega að þetta verður barátta allt til loka tímabilsins og við hugsum bara um næsta leik sem er á móti KR. Við byrjum að undirbúa okkur fyrir hann," sagði Orri meðal annars er hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner