Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 09. ágúst 2019 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það eru sex mikilvægir leikir eftir
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu í kvöld Fjölnismenn í heimsókn á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 16.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld.
Njarðvíkingingar höfðu fyrir leik ekki átt góðu gengi að fagna og höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Fjölnir

„Við erum bara einfaldlega virkilega fúlir og brjálaðir yfir síðustu sókn leiksins, þetta var bara algjörlega út úr korti, það kemur sending þarna fyrir og markvörðurinn okkar er rifinn niður og ekkert dæmt. Þarna eiga bæði aðstoðardómarar og dómari að sjá þetta greinilega, sérstaklega aðstoðardómarinn." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Fyrirfram erum við í botnbaráttu og þeir í toppbaráttu og stigið fyrirfram svo sem allt í lagi en við þurfum þrjú stig og ætluðum okkur þau í dag og gerðum allt til þess í dag en það er einhverneginn rifið frá okkur og við erum sárir með það". 

Njarðvíkingar fengu víti á heimavelli í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld og höfðu færi á að gera meiri áhlaup í leiknum en Rafn Markús var þó ekki sammála því.
„Ég er ekki sammála því, við erum einfaldlega bara betri í þessum leik og kraftmeiri, við erum að vinna alla bolta og þeir eru vælandi um allan völl yfir okkur og við erum að gera í rauninni bara vel allstaðar, við erum yfir í baráttu og spilamennsku og þeir skapa í rauninni ekki neitt fyrr en bara í lokinn þá fá þeir eitthvað þarna sem er einfaldlega bara gefins."

Eftir markið virðist eitthvað hafa gengið á eftir leik en tveir leikmenn Njarðvíkur fengu rautt spjad.
„Þeir fengu rautt út á velli skilst mér fyrir munnsöfnuð og það nátturlega á ekki að gerast og það er dýrt fyrir okkur og við viljum ekki missa menn þannig út og það er einfaldlega ekki í boði"

Þrátt fyrir gengið síðustu umferðir er Rafn Markús bjartsýnn á framhaldið.
„Við getum ekki annað verið , við erum núna búnir að spila sex fína leiki og virðist vanta bara eins og í dag að tengja tvö stig þarna en við þurfum alveg klárlega að halda áfram að ná inn stigum og við þurfum að fá stig og við munum fá stig með svona spilamennsku þá erum við að spila flottan bolta og erum að halda vel í bolta og erum að gera mjög vel út á velli en það er eitthvað sem nægir okkur ekki en við þurfum að fá stig og það eru sex mikilvægir leikir eftir og með góðum úrslitum í sex leikjum munum við halda okkur í deildinni og við munum gera það." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir