Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 09. ágúst 2019 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það eru sex mikilvægir leikir eftir
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu í kvöld Fjölnismenn í heimsókn á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 16.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld.
Njarðvíkingingar höfðu fyrir leik ekki átt góðu gengi að fagna og höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Fjölnir

„Við erum bara einfaldlega virkilega fúlir og brjálaðir yfir síðustu sókn leiksins, þetta var bara algjörlega út úr korti, það kemur sending þarna fyrir og markvörðurinn okkar er rifinn niður og ekkert dæmt. Þarna eiga bæði aðstoðardómarar og dómari að sjá þetta greinilega, sérstaklega aðstoðardómarinn." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Fyrirfram erum við í botnbaráttu og þeir í toppbaráttu og stigið fyrirfram svo sem allt í lagi en við þurfum þrjú stig og ætluðum okkur þau í dag og gerðum allt til þess í dag en það er einhverneginn rifið frá okkur og við erum sárir með það". 

Njarðvíkingar fengu víti á heimavelli í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld og höfðu færi á að gera meiri áhlaup í leiknum en Rafn Markús var þó ekki sammála því.
„Ég er ekki sammála því, við erum einfaldlega bara betri í þessum leik og kraftmeiri, við erum að vinna alla bolta og þeir eru vælandi um allan völl yfir okkur og við erum að gera í rauninni bara vel allstaðar, við erum yfir í baráttu og spilamennsku og þeir skapa í rauninni ekki neitt fyrr en bara í lokinn þá fá þeir eitthvað þarna sem er einfaldlega bara gefins."

Eftir markið virðist eitthvað hafa gengið á eftir leik en tveir leikmenn Njarðvíkur fengu rautt spjad.
„Þeir fengu rautt út á velli skilst mér fyrir munnsöfnuð og það nátturlega á ekki að gerast og það er dýrt fyrir okkur og við viljum ekki missa menn þannig út og það er einfaldlega ekki í boði"

Þrátt fyrir gengið síðustu umferðir er Rafn Markús bjartsýnn á framhaldið.
„Við getum ekki annað verið , við erum núna búnir að spila sex fína leiki og virðist vanta bara eins og í dag að tengja tvö stig þarna en við þurfum alveg klárlega að halda áfram að ná inn stigum og við þurfum að fá stig og við munum fá stig með svona spilamennsku þá erum við að spila flottan bolta og erum að halda vel í bolta og erum að gera mjög vel út á velli en það er eitthvað sem nægir okkur ekki en við þurfum að fá stig og það eru sex mikilvægir leikir eftir og með góðum úrslitum í sex leikjum munum við halda okkur í deildinni og við munum gera það." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner