Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   fös 09. ágúst 2019 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það eru sex mikilvægir leikir eftir
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu í kvöld Fjölnismenn í heimsókn á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 16.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld.
Njarðvíkingingar höfðu fyrir leik ekki átt góðu gengi að fagna og höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Fjölnir

„Við erum bara einfaldlega virkilega fúlir og brjálaðir yfir síðustu sókn leiksins, þetta var bara algjörlega út úr korti, það kemur sending þarna fyrir og markvörðurinn okkar er rifinn niður og ekkert dæmt. Þarna eiga bæði aðstoðardómarar og dómari að sjá þetta greinilega, sérstaklega aðstoðardómarinn." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Fyrirfram erum við í botnbaráttu og þeir í toppbaráttu og stigið fyrirfram svo sem allt í lagi en við þurfum þrjú stig og ætluðum okkur þau í dag og gerðum allt til þess í dag en það er einhverneginn rifið frá okkur og við erum sárir með það". 

Njarðvíkingar fengu víti á heimavelli í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld og höfðu færi á að gera meiri áhlaup í leiknum en Rafn Markús var þó ekki sammála því.
„Ég er ekki sammála því, við erum einfaldlega bara betri í þessum leik og kraftmeiri, við erum að vinna alla bolta og þeir eru vælandi um allan völl yfir okkur og við erum að gera í rauninni bara vel allstaðar, við erum yfir í baráttu og spilamennsku og þeir skapa í rauninni ekki neitt fyrr en bara í lokinn þá fá þeir eitthvað þarna sem er einfaldlega bara gefins."

Eftir markið virðist eitthvað hafa gengið á eftir leik en tveir leikmenn Njarðvíkur fengu rautt spjad.
„Þeir fengu rautt út á velli skilst mér fyrir munnsöfnuð og það nátturlega á ekki að gerast og það er dýrt fyrir okkur og við viljum ekki missa menn þannig út og það er einfaldlega ekki í boði"

Þrátt fyrir gengið síðustu umferðir er Rafn Markús bjartsýnn á framhaldið.
„Við getum ekki annað verið , við erum núna búnir að spila sex fína leiki og virðist vanta bara eins og í dag að tengja tvö stig þarna en við þurfum alveg klárlega að halda áfram að ná inn stigum og við þurfum að fá stig og við munum fá stig með svona spilamennsku þá erum við að spila flottan bolta og erum að halda vel í bolta og erum að gera mjög vel út á velli en það er eitthvað sem nægir okkur ekki en við þurfum að fá stig og það eru sex mikilvægir leikir eftir og með góðum úrslitum í sex leikjum munum við halda okkur í deildinni og við munum gera það." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir