Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   fös 09. ágúst 2019 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það eru sex mikilvægir leikir eftir
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu í kvöld Fjölnismenn í heimsókn á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 16.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld.
Njarðvíkingingar höfðu fyrir leik ekki átt góðu gengi að fagna og höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Fjölnir

„Við erum bara einfaldlega virkilega fúlir og brjálaðir yfir síðustu sókn leiksins, þetta var bara algjörlega út úr korti, það kemur sending þarna fyrir og markvörðurinn okkar er rifinn niður og ekkert dæmt. Þarna eiga bæði aðstoðardómarar og dómari að sjá þetta greinilega, sérstaklega aðstoðardómarinn." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Fyrirfram erum við í botnbaráttu og þeir í toppbaráttu og stigið fyrirfram svo sem allt í lagi en við þurfum þrjú stig og ætluðum okkur þau í dag og gerðum allt til þess í dag en það er einhverneginn rifið frá okkur og við erum sárir með það". 

Njarðvíkingar fengu víti á heimavelli í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld og höfðu færi á að gera meiri áhlaup í leiknum en Rafn Markús var þó ekki sammála því.
„Ég er ekki sammála því, við erum einfaldlega bara betri í þessum leik og kraftmeiri, við erum að vinna alla bolta og þeir eru vælandi um allan völl yfir okkur og við erum að gera í rauninni bara vel allstaðar, við erum yfir í baráttu og spilamennsku og þeir skapa í rauninni ekki neitt fyrr en bara í lokinn þá fá þeir eitthvað þarna sem er einfaldlega bara gefins."

Eftir markið virðist eitthvað hafa gengið á eftir leik en tveir leikmenn Njarðvíkur fengu rautt spjad.
„Þeir fengu rautt út á velli skilst mér fyrir munnsöfnuð og það nátturlega á ekki að gerast og það er dýrt fyrir okkur og við viljum ekki missa menn þannig út og það er einfaldlega ekki í boði"

Þrátt fyrir gengið síðustu umferðir er Rafn Markús bjartsýnn á framhaldið.
„Við getum ekki annað verið , við erum núna búnir að spila sex fína leiki og virðist vanta bara eins og í dag að tengja tvö stig þarna en við þurfum alveg klárlega að halda áfram að ná inn stigum og við þurfum að fá stig og við munum fá stig með svona spilamennsku þá erum við að spila flottan bolta og erum að halda vel í bolta og erum að gera mjög vel út á velli en það er eitthvað sem nægir okkur ekki en við þurfum að fá stig og það eru sex mikilvægir leikir eftir og með góðum úrslitum í sex leikjum munum við halda okkur í deildinni og við munum gera það." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner