Fresta þurfti leik HK og KR í Bestu deild karla í gær eftir að í ljós kom að annað markið var brotið. Bráðabirgðamark stóðst ekki kröfur dómaratríósins og var þá tekin ákvörðun um frestun.
Bæði lið voru klár að hefja leik og áhorfendur mættir á völlinn þegar tekin var ákvörðun um að fresta. Teymi frá Stöð 2 Sport var einnig mætt á völlinn til að sýna frá leiknum.
Bæði lið voru klár að hefja leik og áhorfendur mættir á völlinn þegar tekin var ákvörðun um að fresta. Teymi frá Stöð 2 Sport var einnig mætt á völlinn til að sýna frá leiknum.
Fótbolti.net hafði samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, í dag og spurði hann út í stöðuna. Hvað gerist núna?
„Það er alveg pláss fyrir þennan leik. Núna öndum við bara með nefinu. Það var búið að boða til fundar í mótanefnd á mánudaginn," segir Birkir.
„Það er ljóst að það er ekki hægt að spila þennan leik í dag eða í næstu viku út af því hvernig leikjaplan HK og KR skarast. Við tökum þetta inn á fund nefndarinnar á mánudaginn og ákveðum framhaldið þar."
Líklegt er að þessi leikur verði spilaður síðar í ágúst.
Möguleiki á refsingu
Það er möguleiki að HK fái einhvers konar refsingu fyrir þetta mál sem kom upp í gær. Skýrsla eftirlitsmanns KSÍ, sem var í þessu tilfelli Kristinn Jakobsson, fer á borð aga- og úrskurðarnefndar og mun fá sína umfjöllun þar.
Athugasemdir