Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 09. september 2020 21:43
Helga Katrín Jónsdóttir
Sveindís: Finn mig betur í þessari stöðu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Sveindís átti frábæran leik fyrir Blika, skoraði 2 mörk og lagði upp eitt og var kampakát eftir sigurinn:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Þetta er bara geggjað og ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í seinni hálfleik og að við höfum ekki bara hætt eftir að hafa fengið þetta mark í andlitið."

"Við vorum mikið meira með boltann í fyrri hálfleik en náðum ekki að skapa okkur mikið, svo komu smá klaufamistök í vörninni og gefum þeim eitt mark en það varð ekki að sök."

Blikar komu gríðarlega ákveðnar í seinni hálfleik, hvað sagði Steini við þær í hálfleik?

"Hann sagði okkur bara að halda áfram, við gætum allar bætt okkur um 10% og við komum bara ótrúlega grimmar í seinni hálfleikinn. Við vissum sjálfar að við gætum gert betur."

Sveindís spilar nú upp á topp eftir að Berglind fór út Frakklands. Hvernig líst Sveindísi á þetta nýja hlutverk í liðinu?

"Ég er von því að spila upp á topp svo þetta er ekki beint ný staða fyrir mig en vissulega ný staða í nýju liði en ég er mjög ánægð með það og finn mig mikið betur frammi. Mikið vanari að spila þar og hef mjög gaman að þessu."

Sveindís er nú komin með 10 mörk í deildinni og í harðri baráttu um gullskóinn. Er markmið hjá henni að tryggja sér hann?

"Mjög ánægð með mörkin en mér er svosem sama hver skorar en auðvitað er gaman að skora. Er virkilega sátt með allar stelpurnar í dag. Ég hugsa meira um liðið en það er auðvitað alveg á bakvið eyrað að vera markahæst."

Viðtalið við Sveindísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Sveindís meða annars um toppbaráttuna við Val.
Athugasemdir
banner