29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 09. september 2020 21:43
Helga Katrín Jónsdóttir
Sveindís: Finn mig betur í þessari stöðu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Sveindís átti frábæran leik fyrir Blika, skoraði 2 mörk og lagði upp eitt og var kampakát eftir sigurinn:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Þetta er bara geggjað og ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í seinni hálfleik og að við höfum ekki bara hætt eftir að hafa fengið þetta mark í andlitið."

"Við vorum mikið meira með boltann í fyrri hálfleik en náðum ekki að skapa okkur mikið, svo komu smá klaufamistök í vörninni og gefum þeim eitt mark en það varð ekki að sök."

Blikar komu gríðarlega ákveðnar í seinni hálfleik, hvað sagði Steini við þær í hálfleik?

"Hann sagði okkur bara að halda áfram, við gætum allar bætt okkur um 10% og við komum bara ótrúlega grimmar í seinni hálfleikinn. Við vissum sjálfar að við gætum gert betur."

Sveindís spilar nú upp á topp eftir að Berglind fór út Frakklands. Hvernig líst Sveindísi á þetta nýja hlutverk í liðinu?

"Ég er von því að spila upp á topp svo þetta er ekki beint ný staða fyrir mig en vissulega ný staða í nýju liði en ég er mjög ánægð með það og finn mig mikið betur frammi. Mikið vanari að spila þar og hef mjög gaman að þessu."

Sveindís er nú komin með 10 mörk í deildinni og í harðri baráttu um gullskóinn. Er markmið hjá henni að tryggja sér hann?

"Mjög ánægð með mörkin en mér er svosem sama hver skorar en auðvitað er gaman að skora. Er virkilega sátt með allar stelpurnar í dag. Ég hugsa meira um liðið en það er auðvitað alveg á bakvið eyrað að vera markahæst."

Viðtalið við Sveindísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Sveindís meða annars um toppbaráttuna við Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner