Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mið 09. september 2020 21:43
Helga Katrín Jónsdóttir
Sveindís: Finn mig betur í þessari stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Sveindís átti frábæran leik fyrir Blika, skoraði 2 mörk og lagði upp eitt og var kampakát eftir sigurinn:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Þetta er bara geggjað og ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í seinni hálfleik og að við höfum ekki bara hætt eftir að hafa fengið þetta mark í andlitið."

"Við vorum mikið meira með boltann í fyrri hálfleik en náðum ekki að skapa okkur mikið, svo komu smá klaufamistök í vörninni og gefum þeim eitt mark en það varð ekki að sök."

Blikar komu gríðarlega ákveðnar í seinni hálfleik, hvað sagði Steini við þær í hálfleik?

"Hann sagði okkur bara að halda áfram, við gætum allar bætt okkur um 10% og við komum bara ótrúlega grimmar í seinni hálfleikinn. Við vissum sjálfar að við gætum gert betur."

Sveindís spilar nú upp á topp eftir að Berglind fór út Frakklands. Hvernig líst Sveindísi á þetta nýja hlutverk í liðinu?

"Ég er von því að spila upp á topp svo þetta er ekki beint ný staða fyrir mig en vissulega ný staða í nýju liði en ég er mjög ánægð með það og finn mig mikið betur frammi. Mikið vanari að spila þar og hef mjög gaman að þessu."

Sveindís er nú komin með 10 mörk í deildinni og í harðri baráttu um gullskóinn. Er markmið hjá henni að tryggja sér hann?

"Mjög ánægð með mörkin en mér er svosem sama hver skorar en auðvitað er gaman að skora. Er virkilega sátt með allar stelpurnar í dag. Ég hugsa meira um liðið en það er auðvitað alveg á bakvið eyrað að vera markahæst."

Viðtalið við Sveindísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Sveindís meða annars um toppbaráttuna við Val.
Athugasemdir
banner
banner