PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
banner
   mán 09. september 2024 15:34
Elvar Geir Magnússon
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir fyrir þessum leik og getum ekki beðið eftir að spila," segir Andri Fannar Baldursson fyrirliði U21 landsliðsins.

Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

Andri spjallaði við Sölva Haraldsson fréttamann Fótbolta.net fyrir æfingu á Víkingsvelli í dag.

„Við erum búnir að fara vel yfir leikinn gegn Dönum og það er hellingur af hlutum sem við getum bætt og líka góðir hlutir sem við gerðum. Við ætlum að fínpússa þetta fyrir leikinn gegn Wales og ætlum að vinna þann leik."

„Þetta verður mikil barátta. Þeir sparka mikið fram og eru líkamlega sterkir. Þetta verða meiri slagsmál en gegn Dönum. Við þurfum að vera til í baráttu og halda í okkar gildi."

„Við erum frá Íslandi og eigum að vera sterkir og til í baráttu. Við erum vel gíraðir í það. Við ætlum ekki að leyfa Wales að koma á okkar heimavöll og gera eitthvað."

„Við töpuðum 1-0 fyrir Wales úti og það var ekki nægilega góður leikur af okkar hálfu. Við ætlum að gera miklu betur heima. Þetta er mjög mikilvægur leikur og til að láta sigurinn gegn Dönum telja verðum við að vinna þennan leik. Það er mikilvægt að við klárum þetta eins og menn."
Athugasemdir
banner
banner