Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 09. október 2024 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geggjað að eiga tvo heimaleiki," sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net í dag. Hann er kominn til móts við landsliðið fyrir tvo leiki sem eru framundan í Þjóðadeildinni.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það á ekki að vera auðvelt að koma til Íslands og sækja stig. Við byrjum á móti Wales og við ætlum að vinna þá fyrst. Svo getum við byrjað að einbeita okkur að Tyrklandi."

Arnór hefur verið lykilmaður frá því að Age Hareide tók við Íslandi en hlutverk hans minnkaði aðeins í síðasta glugga eftir að Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í liðið.

„Mér fannst Stebbi koma frábærlega inn í þetta og var góður í báðum leikjunum. Ég held mjög mikið með Stebba. Hann er frábær leikmaður. Samkeppnin er góð, það er betra að það séu margir góðir leikmenn," segir Arnór.

Voru ekkert blendnar tilfinningar að sjá Stefán Teit spila svona vel?

„Nei bara alls ekki," sagði Arnór Ingvi og glotti. „Mér fannst það frábært. Samkeppni er holl og það er frábært að hann hafi staðið sig svona vel."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir Arnór meðal annars um tímabil sitt með Norrköping í Svíþjóð og sitthvað fleira.
Athugasemdir
banner