Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   mið 09. október 2024 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geggjað að eiga tvo heimaleiki," sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net í dag. Hann er kominn til móts við landsliðið fyrir tvo leiki sem eru framundan í Þjóðadeildinni.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það á ekki að vera auðvelt að koma til Íslands og sækja stig. Við byrjum á móti Wales og við ætlum að vinna þá fyrst. Svo getum við byrjað að einbeita okkur að Tyrklandi."

Arnór hefur verið lykilmaður frá því að Age Hareide tók við Íslandi en hlutverk hans minnkaði aðeins í síðasta glugga eftir að Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í liðið.

„Mér fannst Stebbi koma frábærlega inn í þetta og var góður í báðum leikjunum. Ég held mjög mikið með Stebba. Hann er frábær leikmaður. Samkeppnin er góð, það er betra að það séu margir góðir leikmenn," segir Arnór.

Voru ekkert blendnar tilfinningar að sjá Stefán Teit spila svona vel?

„Nei bara alls ekki," sagði Arnór Ingvi og glotti. „Mér fannst það frábært. Samkeppni er holl og það er frábært að hann hafi staðið sig svona vel."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir Arnór meðal annars um tímabil sitt með Norrköping í Svíþjóð og sitthvað fleira.
Athugasemdir
banner