Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   mið 09. október 2024 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Stefán Teitur Þórðarson kom sterkur inn í síðasta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geggjað að eiga tvo heimaleiki," sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net í dag. Hann er kominn til móts við landsliðið fyrir tvo leiki sem eru framundan í Þjóðadeildinni.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það á ekki að vera auðvelt að koma til Íslands og sækja stig. Við byrjum á móti Wales og við ætlum að vinna þá fyrst. Svo getum við byrjað að einbeita okkur að Tyrklandi."

Arnór hefur verið lykilmaður frá því að Age Hareide tók við Íslandi en hlutverk hans minnkaði aðeins í síðasta glugga eftir að Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í liðið.

„Mér fannst Stebbi koma frábærlega inn í þetta og var góður í báðum leikjunum. Ég held mjög mikið með Stebba. Hann er frábær leikmaður. Samkeppnin er góð, það er betra að það séu margir góðir leikmenn," segir Arnór.

Voru ekkert blendnar tilfinningar að sjá Stefán Teit spila svona vel?

„Nei bara alls ekki," sagði Arnór Ingvi og glotti. „Mér fannst það frábært. Samkeppni er holl og það er frábært að hann hafi staðið sig svona vel."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir Arnór meðal annars um tímabil sitt með Norrköping í Svíþjóð og sitthvað fleira.
Athugasemdir
banner