Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. desember 2019 10:14
Elvar Geir Magnússon
Beðið eftir ákvörðun Zlatan
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Frederic Massara, íþróttastjóri AC Milan, segir að Milan sé að bíða eftir ákvörðun frá Zlatan Ibrahimovic.

Sænski sóknarmaðurinn hefur ýjað að endurkomu í ítalska boltann og hefur Milan þar helst verið í umræðunni en einnig Bologna og Napoli.

Massara var spurður að því hvort hinn 38 ára Zlatan væri á leið aftur til Milan.

Pólski sóknarmaðurinn Krzysztof Piatek hefur ekki verið heitur fyrir framan mark andstæðingana á þessu tímabili en skoraði þó í sigurleik í gær.

„Við treystum honum. Það er skortur á mörkum frá honum en við trúum að hann geti gefið félaginu mikið," segir Massara.

AC Milan er í tíunda sæti ítölsku A-deildarinnar sem stendur en liðinu gengur erfiðlega að koma sér aftur í hóp efstu liða ítalska boltans.
Athugasemdir
banner
banner