Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   lau 09. desember 2023 14:34
Aksentije Milisic
England: Góð endurkoma hjá Liverpool á Selhurst Park
Klopp sáttur með Elliott.
Klopp sáttur með Elliott.
Mynd: EPA
Gekk ekki hjá Hodgson í dag.
Gekk ekki hjá Hodgson í dag.
Mynd: EPA

Crystal Palace 1 - 2 Liverpool
1-0 Jean-Philippe Mateta ('57 , víti)
1-1 Mohamed Salah ('76 )
1-2 Harvey Elliott ('90)
Rautt spjald: Jordan Ayew, Crystal Palace ('75)

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en þar áttust við Crystal Palace og Liverpool á Selhurst Park í London.


Fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur en heimamenn í Palace áttu þó eitt dauðafæri sem Alisson Becker varði stórkostlega í markinu hjá gestunum. Palace hélt að það væri að fá vítaspyrnu þegar Virgil van Dijk var dæmdur brotlegur en brotið var á Wataru Endo í aðdragandanum svo vítaspyrnan var dregin til baka.

Hlutirnir byrjuðu að gerast í síðari hálfleiknum. Liverpool gekk illa að skapa sér færi og tóku heimamenn völdin hægt og rólega. Á 57. mínútu var dæmd vítaspyrna fyrir Palace en Jarell Quansah, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu hjá Liverpool í dag, gerðist brotlegur.

VAR herbergið var lengi að skoða atvikið en að lokum var Madley dómari sendur í skjáinn og benti á punktinn. Jean-Philippe Mateta steig á punktinn og skoraði sitt fyrsta mark á þessu tímabili.

Þegar um korter var til leiksloka fékk Jordan Ayew sitt annað gula spjald fyrir að stöðva skyndisókn hjá Liverpool. Crystal Palace því einum manni færra það sem eftir lifði leiks en strax eftir rauða spjaldið tókst Mohamed  Salah að jafna metin. Hann átti þá skot í varnarmann Palace og í netið, óverjandi fyrir Sam Johnstone. Johnstone þurfti að fara meiddur af velli undir lok leiks.

Það var á 91. mínútu leiksins sem Liverpool tók forystuna. Harvey Elliott, sem hafði komið inná sem varamaður, skoraði þá með skoti í nærhornið fyrir utan teig. 

Joachim Andersen fékk dauðafæri á lokaandartökum leiksins eftir aukaspyrnu en Alisson varði vel í horn. Liverpool hélt út og sótti  stigin þrjú.

Með þessum sigri er Liverpool komið í toppsætið í bili hið minnsta en Arsenal heimsækir Aston Villa síðar í dag og getur endurheimt toppsætið aftur.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 25 17 5 3 58 26 +32 56
3 Arsenal 25 17 4 4 58 22 +36 55
4 Aston Villa 25 15 4 6 52 33 +19 49
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 25 14 2 9 35 34 +1 44
7 Brighton 25 10 8 7 48 40 +8 38
8 Newcastle 25 11 4 10 53 41 +12 37
9 West Ham 25 10 6 9 36 44 -8 36
10 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
11 Wolves 25 10 5 10 39 40 -1 35
12 Fulham 25 8 5 12 34 41 -7 29
13 Bournemouth 24 7 7 10 33 46 -13 28
14 Brentford 25 7 4 14 35 44 -9 25
15 Crystal Palace 25 6 7 12 28 44 -16 25
16 Nott. Forest 25 6 6 13 32 44 -12 24
17 Everton 25 8 6 11 27 33 -6 20
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 25 3 4 18 25 55 -30 13
20 Sheffield Utd 25 3 4 18 22 65 -43 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner