Fimm enskar landsliðskonur eru í heimsliðinu sem er á vegum FIFPro, alþjóðlegu leikmannasamtakanna. 7000 atvinnumenn í fótbolta greiddu atkvæði sem er met.
Lucy Bronze, varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins, er í sjöunda sinn í liðinu sem er jöfnun á meti hinnar frönsku Wendie Renard.
Alex Greenwood, Mary Earps, Keira Walsh, Lauren James eru hinar fjórar ensku landsliðskonurnar í heimsliðinu.
Það skal ekki rugla þessu liði saman við heimslið FIFA sem opinberað verður á næsta ári. Glódís Perla Viggósdótir kemur til greina í það lið og er hægt að kjósa Glódísi í liðið.
Lucy Bronze, varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins, er í sjöunda sinn í liðinu sem er jöfnun á meti hinnar frönsku Wendie Renard.
Alex Greenwood, Mary Earps, Keira Walsh, Lauren James eru hinar fjórar ensku landsliðskonurnar í heimsliðinu.
Það skal ekki rugla þessu liði saman við heimslið FIFA sem opinberað verður á næsta ári. Glódís Perla Viggósdótir kemur til greina í það lið og er hægt að kjósa Glódísi í liðið.
Hin brasilíska Marta snýr aftur í liðið en hún var síðast kosin árið 2021. Barbra Banda, landsliðskona Sambíu og leikmaður Orlando Pride, er sú fyrsta frá Afríku til að vera kosin í liðið.
Olga Carmona, Alexia Putellas og Aitana Bonmati - sem vann Ballon d'Or annað árið í röð í október - eru fulltrúar spænska landsliðsins í liðinu. Linda Caicedo, landsliðskona Kólumbíu, er líka í liðinu.
Markvörður: Mary Earps (Manchester United/Paris St-Germain, England),
Varnarmenn: Lucy Bronze (Barcelona/Chelsea, England), Olga Carmona (Real Madrid, Spánn), Alex Greenwood (Manchester City, England)
Miðjumenn: Aitana Bonmati (Barcelona, Spánn), Alexia Putellas (Barcelona, Spánn), Keira Walsh (Barcelona, England)
Sóknarmenn: Barbra Banda (Shanghai Shengli/Orlando Pride, Sambía), Linda Caicedo (Real Madrid, Kólumbía), Lauren James (Chelsea, England), Marta (Orlando Pride, Brasilía).
Athugasemdir