
Fjallað var um áhuga Njarðvíkur á Axel Frey Harðarsyni í gær. Axel er samningsbundinn Kórdrengjum út þarnæsta tímabil en enn er beðið eftir því hvort Kórdrengir ætli sér að vera með í sumar og taka þátt í Lengjudeildinni.
Einnig var greint frá því að áhugi væri úr Axel úr Bestu deildinni. Samkvæmt ferskum heimildum Fótbolta.net eru í það minnsta átta félög sem renna hýru auga til Axels.
Ef Kórdrengir verða ekki með ætti Axel því ekki að vera í neinum vandræðum með að finna sér nýtt félag.
Einnig var greint frá því að áhugi væri úr Axel úr Bestu deildinni. Samkvæmt ferskum heimildum Fótbolta.net eru í það minnsta átta félög sem renna hýru auga til Axels.
Ef Kórdrengir verða ekki með ætti Axel því ekki að vera í neinum vandræðum með að finna sér nýtt félag.
Þar af eru þrjú félög í Bestu deildinni; HK, Fylkir og ÍBV. Fimm lið úr Lengjudeildinni eru einnig á lista. Axel hefur æft með Gróttu og Fjölni í vetur og eru þau tvö þar á meðal.
Hin liðin eru Njarðvík, Vestri og Leiknir. Ef hann færi í Vestra myndi hann hitta fyrir fyrrum þjálfara sinn hjá Kórdrengjum því Davíð Smári Lamude tók við þjálfarastarfinu hjá Vestra í vetur.
Axel er 23 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki og Fram en hefur einnig leikið með Gróttu og Víkingi á sínum ferli. Hann gekk í raðir Kórdrengja í upphafi sumargluggans á síðasta ári, lék þrettán leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim fimm mörk.
Athugasemdir