Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, var í marki íslenska landsliðsins gegn Kína er liðin mættust á Algarve mótinu.
Sandra hélt hreinu í leiknum en hafði mjög lítið að gera í rólegum leik þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma.
Sandra hélt hreinu í leiknum en hafði mjög lítið að gera í rólegum leik þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma.
Sandra var himinlifandi með sigurinn og telur samvinnu í vörninni hafa skilað sigrinum.
,,Ég er í skýjunum eiginlega, bara geggjað," sagði Sandra kát eftir leikinn.
,,Við vorum þéttar, töluðum vel saman og vorum skipulagðar. Þær náðu ekkert að opna okkur og það var mjög flott."
Sandra var spurð hvort hún hafi ekki viljað sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum með því að fá fleiri skot á sig í leiknum en sagði það ekki skipta máli.
,,Það er alltaf gaman að fá eina og eina vörslu en það skiptir ekki máli í svona leikjum.
,,Svona er þetta sætast, að stela þessu svona í lokin, bara með seiglu og þolinmæði."
Athugasemdir






















