Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 10. apríl 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique: Stemningin í hópnum er góð
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, fyrrum þjálfari Barcelona og núverandi þjálfari PSG, tjáði sig eftir 2-3 tap PSG á heimavelli gegn Barca í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Seinni leikur liðanna fer fram næsta þriðjudag og er ljóst að Frakklandsmeistarar þurfa sigur á erfiðum útivelli.

„Þetta var synd því við byrjuðum leikinn vel en vorum svo ekki nægilega góðir fyrr en í upphafi síðari hálfleiks þegar við skoruðum tvö mörk. Við sköpuðum færi til að bæta mörkum við en við nýttum þau ekki og núna þurfum við að sækja sigur til Barcelona. Stemningin í hópnum er góð og við munum fara út í seinni leikinn til að sigra hann," sagði Enrique að leikslokum.

„Við mættum sterkum andstæðingum í dag en tókst ekki að sigra þrátt fyrir að skapa góð færi."
Athugasemdir
banner
banner
banner