Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 10. maí 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Sveinn spáir í 2. umferðina í Inkasso
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub og félagar fara í Hafnarfjörðinn.
Ejub og félagar fara í Hafnarfjörðinn.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
2. umferðin í Inkasso-deildinni hefst í kvöld með þremur leikjum. Henni lýkur síðan á morgun þegar Magni og Keflavík mætast í Boganum klukkan 17:00.

Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Breiðabliks spáir í leiki 2. umferðarinnar en liðsfélagi hans, Aron Bjarnason spáði tveimur leikjum rétt í 1. umferðinni.

Afturelding 0 - 3 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Það er einhver stemning með Leiknismönnum og þeir eru með skemmtilega blöndu í liðinu sínu. Þeir byrjuðu sumarið á sannfærandi sigri og ég held að þeir haldi uppteknum hætti á móti Aftureldingu.

Grótta 2 - 2 Þróttur R. (19:15 í kvöld)
Það hefur verið mikið talað um bæði þessi lið í aðdraganda mótsins. Grótta að koma upp og þeim hefur verið mikið hrósað fyrir það hvernig þeir eru að gera hlutina þarna á Seltjarnarnesi. Þróttur hefur hins vegar verið í miklu brasi og Gulli hætti með liðið skömmu fyrir mót. Ejub kippti Gróttu liðinu snögglega niður á jörðina í fyrstu umferð og Þróttur tapaði eftir að hafa verið 2-1 yfir. Bæði lið ætla að sækja sigur sem endar í fjörugu fjögurra marka jafntefli.

Fram 1 - 2 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Fjölnismenn eru með virkilega öflugt lið en Fram mun gefa þeim leik í Safamýrinni. Fjölnir kemst í 2-0 en Fram mun minnka muninn og vera nálægt því að jafna á loka mínútunum. Ef Albert Brynjar verður hins vegar í sama gír og hann er á twitter þessar vikurnar að þá gæti þetta endað með mun stærri sigri Fjölnis.

Haukar 1 - 2 Víkingur Ó (14:00 á morgun)
Ólsarar unnu góðan sigur í fyrstu umferð og hafa verið að safna liði skömmu fyrir mót. Töframaðurinn Ejub kann að púsla saman liði sama hversu mörg púsl vantar þegar stutt er í mót. Þeir munu halda uppteknum hætti og vinna góðan 2-1 útisigur á Blásvöllum.

Njarðvík 1 - 1 Þór (16:00 á morgun)
Þórsarar með skyldusigur í fyrstu umferð á meðan Njarðvík komu sterkir til baka og unnu þrátt fyrir að hafa lent 2-1 undir. Njarðvík tekur með sér sjálfstraustið úr þeim leik og ná í gott stig á móti Þórsurum.

Magni 1 - 1 Keflavík (17:00 á morgun)
Magnamenn töpuðu illa í fyrstu umferð bikarsins á móti gríðarlega sterku liði Breiðabliks og töpuðu svo aftur nokkuð sannfærandi í fyrstu umferðinni á móti Leikni. Þeir hafa nýtt vikuna vel til þess að þétta raðirnar og ná í mjög óvænt stig á móti sterku liði Keflavíkur.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Bjarnason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner