Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Bowen alveg á línunni að vera of góður fyrir West Ham"
Mynd: EPA

Jarrod Bowen var hetja West Ham þegar hann tryggði liðinu sigur í úrslitum Sambandsdeildarinnar í vikunni.


Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke fengu Tómas Steindórsson, einn harðasta stuðningsmann West Ham á Íslandi í hlaðvarpsþáttinn Enski Boltinn í gær.

Hann hrósaði Bowen í hástert.

„Ég er svo ánægður með Jarrod Bowen, hann er ógeðslega góður. Bowen er að verða 'club legend'. Hann verður þarna í einhver ár í viðbót. Hann er ekki að fara til Liverpool, Man U eða City," sagði Tómas.

„Hann er alveg á línunni að vera of góður fyrir West Ham. Þannig ég held að hann verði þarna næstu árin og ég elska það."


Enski boltinn - Úrslitastund með litla og stóra
Athugasemdir
banner
banner
banner