Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   lau 10. júní 2023 17:00
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davið Smári harðorður: Á ekki að sjást í meistaraflokki karla
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ógeðslega lélegt, ég ætla að vera hreinskilinn. Ég er kominn með leið á því að tala um að við höfum spilað vel. Við erum að gefa mörk trekk í trekk og þetta er ofboðslega lélegt. Ég er kominn með nóg af því að menn séu að kenna öðrum um. Menn þurfa að taka ábyrgð og fara að vakna. Þetta er erfið deild og leikmenn Vestra þurfa að vakna,” sagði harðorður Davíð Smári þjálfari Vestra í Lengjudeildinni eftir 3-1 tap gegn Aftureldingu.

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Vestri

„Það vantaði aggression í boxinu hjá okkur. Við sofnum á verðinum fáum okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og eitt eftir fyrirgjöf. Við höfum farið vel yfir þetta en samt sofna menn á verðinum. Við erum með fullorðna leikmenn í þessu liði sem eiga að taka ábyrgð og það er kominn tími á að þeir geri það.Ég er mjög mjög vonsvikinn.“

„Við vorum langt frá því að vera verri aðilinn í þessum leik og fáum líka sénsa til að skora fleiri mörk en við gerðum það ekki. Það þýðir ekki að tala um það endalaust að spila vel og fá ekkert úr leiknum og það er kominn tími til að það stoppi.”

Næsti leikur Vestra er ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá mætir liðið Fjölni á útivelli.

„Þetta er alvöru refsing fyrir okkur og hún er bara góð. Við þurfum að hugsa um tapið í dag í tvær vikur. Við þurfum að fara yfir það á æfingum hvað við gerðum ekki nægilega vel.”

Stigasöfnun Vestra hefur ekki verið nægilega góð í sumar. Liðið er með 5 stig eftir 6 leiki og stutt í fallsætið.

„Stigasöfnunin hefur verið óboðlega en við getum farið aftur í það sem ég er hundleiður á og það er að við höfum spilað vel og við spiluðum vel í dag. Við gefum bara leikinn frá okkur með barnalegum mistökum sem eiga ekki að sjást í meistaraflokki karla.”
Athugasemdir
banner
banner
banner