Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   lau 10. júní 2023 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola fékk skilaboð frá Sir Alex - „Heiður"
Mynd: EPA

Pep Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir sigur Manchester City í Meistaradeildinni í kvöld.


Þar var hann spurður hversu langan tíma það tæki hann að átta sig á því hvaða árangri hann náði á þessari leiktíð og hvenær hann yrði klár í að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil.

„Ekki tala um næsta tímabil við mig, næsta tímabil verður næsta tímabil. Nú er tími til að fagna, ég hlakka til að fara til Manchester og setja bikarana þrjá á rútuna á mánudagskvöldið," sagði Guardiola.

„Það er heiður að vera við hlið Sir Alex Ferguson í þessu. Ég verð að segja að ég fékk skilaboð frá honum í morgun sem snerti mig mikið. Það er heiður fyrir mig að vera með honum á þessum stað."

Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson er síðasta liðið á Englandi til að vinna þrennuna en það gerði liðið árið 1999.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner