lau 10. júní 2023 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir fékk leyfi til að velja leikmann Everton í hópinn
Richard King í hópnum
Demarai Gray.
Demarai Gray.
Mynd: EPA
Jamaica Observer sagði frá því í vikunni að Demarai Gray, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, sé nálægt því að fá leyfi til að spila fyrir landslið Jamaíku.

Gray er 26 ára gamall kantmaður sem er uppalinn hjá Birmingham. Hann var svo keyptur til Leicester og fór þaðan til Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Hann hefur svo leikið með Everton frá 2021 en Rafa Benitez sótti hann þangað.

Gray er fæddur í Birmingham á Englandi en hann á ættir að rekja til Jamaíku.

Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Jamaíku en hann er að setja saman lið sem hann telur að geti unnið Gullbikarinn í sumar og komist á HM 2026. Gray er hluti af þeim plönum en það myndi klárlega styrkja liðið að fá leikmann úr ensku úrvalsdeildinni.

Gullbikarinn, sem er álfukeppni haldin af CONCACAF (knattspyrnusambandi Norður- og Mið Ameríku og Karíbahafsins), fer fram í sumar en Heimir hefur valið 50 manna úrtakshóp fyrir mótið.

Á meðal leikmanna í hópnum eru Leon Bailey frá Aston Villa, Michail Antonio frá West Ham og títtnefndur Gray.

Þá er Richard King, varnarmaður ÍBV, í úrtakshópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner