Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg skoraði fyrir toppliðið - Brynjólfur mættur aftur
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir reimaði á sig markaskóna þegar Vålerenga gerði 1-1 jafntefli gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Ingibjörg kom Vålerenga yfir í byrjun seinni hálfleiks en Brann náði að jafna um 25 mínútum síðar.

Vålerenga er á toppi deildarinnar með fimm stigum meira en Rosenborg sem er í öðru sæti. Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn fyrir Rosenborg í 4-0 sigri gegn Arna-Björnar í dag.

Þá var Kristín Dís Árnadóttir ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli gegn HB Köge í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Bröndby endar í öðru sæti deildarinnar en Köge stóð uppi sem meistari. Kristín Dís er að koma til baka eftir erfið meiðsli eins og hún talaði um í viðtali við Fótbolta.net fyrr í þessari viku.

Brynjólfur sneri aftur
Brynjólfur Willumsson er einnig að koma til baka eftir meiðsli en hann lék sinn annan leik á tímabilinu er hann byrjaði og spilaði 80 mínútur í 4-1 sigri Kristiansund á Moss í norsku B-deildinni.

Kristiansund er á toppi norsku B-deildarinnar eftir tólf leiki en í þriðja sæti er annað Íslendingafélag, Sogndal, sem gerði markalaust jafntefli við Mjöndalen í dag. Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson voru báðir í byrjunarliði Sogndal.

Davíð Kristján spilað alla leiki
Vinstri bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson er ekki í landsliðshópnum þrátt fyrir að hafa spilað alla leikina í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa. Hann var að venju í byrjunarliði Kalmar í dag og spilaði allan tímann í 2-1 sigri á Degerfors. Kalmar er í fjórða sæti deildarinnar.

Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen var ónotaður varamaður hjá Malmö í 1-3 sigri á Varnamö, en Malmö er á toppi deildarinnar.

Þá voru Íslendingar í tapliðum í sænsku B-deildinni. Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson byrjuðu í 3-2 tapi Öster gegn Gefle og þá byrjaði Böðvar Böðvarsson í 3-1 tapi Trelleborg gegn Jönköpings. Öster er í fimmta sæti og Trelleborg er í því sjöunda eftir tólf leiki af 30.
Athugasemdir
banner
banner