Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Fram vann sinn fyrsta sigur
Lengjudeildin
watermark Fram fagnar marki í dag.
Fram fagnar marki í dag.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Fram 3 - 2 FHL
1-0 Ólína Sif Hilmarsdóttir ('23 )
1-1 Jóhanna Melkorka Þórsdóttir ('32 , sjálfsmark)
1-2 Rósey Björgvinsdóttir ('37 )
2-2 Þórey Björk Eyþórsdóttir ('51 )
3-2 Fanney Birna Bergsveinsdóttir ('90 )
Lestu um leikinn

Fram náði í dag að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjudeild kvenna í mjög svo skemmtilegum leik.

Ólína Sif Hilmarsdóttir kom Fram í forystu en það voru gestirnir í FHL sem leiddu í hálfleik. Þær jöfnuðu með sjálfsmarki og Rósey Björgvinsdóttir kom þeim yfir.

Snemma í seinni hálfleiknum jafnaði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Fram og í uppbótartímanum gerðist þetta:

„Sigurmark í uppbótartíma! Fram búið að liggja á vörn FHL allan seinni hálfleikinn og loksins skora þær. Góð fyrirgjöf og Fanney Birna gerir allt rétt!" skrifaði Halldór Gauti Tryggvason í beinni textalýsingu þegar Fanney Birna Bergsveinsdóttir skoraði.

Fram komst upp af botninum, upp af fallsvæðinu með þessum sigri. FHL er í sæti fyrir ofan með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner