Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   mán 10. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti segir orð sín ekki hafa verið rétt túlkuð
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að orð sín um HM félagsliða hafi verið mistúlkuð.

Það var vitnað í Ancelotti, sem stýrði Real Madrid til sigurs í Meistaradeildinni á dögunum, í ítalska blaðinu Il Giornale þar sem hann átti að hafa sagt að Madrídarstórveldið myndi ekki mæta til leiks á HM félagsliða.

FIFA er að stækka þá keppni til þess að reyna að gera hana enn áhugaverðari. „Real Madrid mun ekki fara á HM félagsliða. Einn leikur hjá Real Madrid er 20 milljón evra virði en þeir vilja gefa okkur það fyrir alla keppnina. Kemur ekki til greina," átti Ancelotti að hafa sagt.

Ancelotti segir núna að orð sín hafi verið rangtúlkuð.

„Orð mín um HM félagsliða voru ekki túlkuð eins og ég hafði ætlað," sagði Ancelotti. „Það er ekki á mínu áhugasviði að hafna því að spila í móti sem gæti fært okkur fleiri titla."
Athugasemdir
banner