Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 10. júlí 2019 09:40
Magnús Már Einarsson
Brasilískur markaskorari aðalmaðurinn hjá andstæðingum Vals
Marcos Tavares hefur verið aðalmarkaskorari Maribor í meira en áratug.  Hér er hann í leik gegn FH árið 2017.
Marcos Tavares hefur verið aðalmarkaskorari Maribor í meira en áratug. Hér er hann í leik gegn FH árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur mætir sigursælasta félaginu í Slóveníu í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Maribor kemur í heimsókn á Origo-völlinn á Hlíðarenda klukkan 20:00

Maribor hefur fimmtán sinnum orðið meistari í Slóveníu en liðið hefur sjö sinnum orðið meistari síðan árið 2010.

Flestir leikmanna Maribor eru frá Slóveníu en marka og leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins er hins vegar brasilíski framherjinn Marcos Tavares.

Hinn 35 ára gamli Tavares hefur verið hjá Maribor síðan árið 2008 en hann er markahæstur í sögu slóvensku úrvalsdeildarinnar með 148 mörk. Hann hefur sex sinnum verið valinn leikmaður tímabilsins hjá Maribor.

Maribor vann FH 1-0 í báðum leikjum liðanna í Meistaradeildinni árið 2017 en þá skoraði umræddur Tavares bæði mörkin.

Í fyrra tapaði Valur naumlega gegn Rosenborg í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar en þar var það Stefan Apostolov, dómari frá Búlgaríu sem stal senunni með vafasömum dómum í síðari leiknum. Valur færðist í kjölfarið yfir í Evrópudeildina þar sem liðið vann Santa Coloma frá Andorra en tapaði síðan gegn Sheriff frá Moldavíu.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner