Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mið 10. júlí 2019 22:27
Magnús Þór Jónsson
Hannes: Þetta eru ljótar tölur
Mynd: Hulda Margrét
Hannes Þór Halldórsson hafði nóg að gera í Evrópuleik kvöldsins þar sem Valsmenn töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir NK Maribor.

"Við erum svekktir, gáfum allt í þetta en töpum 0-3, það eru ljótar tölur.  Við vorum að spila á móti hörkuliði sem voru sigurstranglegri og í svoleiðis viðureign þá þurfa hlutirnir að falla með þér."

Valsarar áttu fína spretti í fyrri hálfleik í dag.

"Við áttum tvö góð færi í fyrri hálfleik, þeir fá engin færi þar til þeir fá þessa aukaspyrnu, þegar þeir skora það mark þá verður þetta þungt.   Við vorum að verjast vel í fyrri hálfleik, Patrik skýtur rétt yfir og Óli er í góðu færi.  Markið kemur upp úr aukaspyrnu þar sem mér fannst við hefðum átt að vera grimmari því hann er geggjaður spyrnumaður þessi gæi."

Býsna stórt tap og erfið viðureign framundan, hvernig ætla menn að tækla það verkefni?

"Við förum í þennan leik til að fá reynslu og góða upplifun.  Maður hefur ákveðið stolt sem knattspyrnumaður, við förum út til að gefa allt í þetta og vera deildinni og landinu til sóma".

Nánar er rætt við Hannes í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner