Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 10. júlí 2019 22:27
Magnús Þór Jónsson
Hannes: Þetta eru ljótar tölur
Mynd: Hulda Margrét
Hannes Þór Halldórsson hafði nóg að gera í Evrópuleik kvöldsins þar sem Valsmenn töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir NK Maribor.

"Við erum svekktir, gáfum allt í þetta en töpum 0-3, það eru ljótar tölur.  Við vorum að spila á móti hörkuliði sem voru sigurstranglegri og í svoleiðis viðureign þá þurfa hlutirnir að falla með þér."

Valsarar áttu fína spretti í fyrri hálfleik í dag.

"Við áttum tvö góð færi í fyrri hálfleik, þeir fá engin færi þar til þeir fá þessa aukaspyrnu, þegar þeir skora það mark þá verður þetta þungt.   Við vorum að verjast vel í fyrri hálfleik, Patrik skýtur rétt yfir og Óli er í góðu færi.  Markið kemur upp úr aukaspyrnu þar sem mér fannst við hefðum átt að vera grimmari því hann er geggjaður spyrnumaður þessi gæi."

Býsna stórt tap og erfið viðureign framundan, hvernig ætla menn að tækla það verkefni?

"Við förum í þennan leik til að fá reynslu og góða upplifun.  Maður hefur ákveðið stolt sem knattspyrnumaður, við förum út til að gefa allt í þetta og vera deildinni og landinu til sóma".

Nánar er rætt við Hannes í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner