Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 10. júlí 2023 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Mæðgurnar á tvö Evrópumót í röð - „Ekki hægt að óska sér neins betra"
Icelandair
Mæðgurnar.
Mæðgurnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sigurbergur Áki Jörundsson.
Sigurbergur Áki Jörundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
 Snædís María Jörundsdóttir.
Snædís María Jörundsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mæðgurnar Herdís Sigurbergsdóttir og Sigrún María Jörundsdóttir eru auðvitað mættar á Tony Bezzina Stadium í Möltu þar sem leikur Íslands og Grikklands í lokakeppni Evrópumóts U19 landsliða hefst klukkan 19:00.

Lestu um leikinn: Ísland U19 0 -  0 Grikkland U19

Sigurbergur Áki Jörundsson, sonur Herdís og bróðir Sigrúnar, er í byrjunarliði Íslands í kvöld.

„Við verðum að viðurkenna að það er smá stress í mannskapnum," sagði Sigrún. „Við héldum að hinn leikurinn væri á undan en hann fer fram á sama tíma. Það er smá stress, en við höfum fulla trú á því að strákarnir taki þennan leik."

„Okkar strákar taka sinn leik," sagði Herdís en Ísland þarf að vinna Grikkland og treysta á það að Spánn vinni Noreg á sama tíma til þess að komast í undanúrslitin.

„Það er bara spurning hvernig hinn leikurinn fer," sagði Herdís jafnframt en þær ætla að fylgjast vel með hinum leiknum sem fer fram á sama tíma.

Tvíburar að spila á EM
Sigurbergur Áki, sem er miðjumaður, byrjaði síðasta leik fyrir íslenska liðið og hann byrjar aftur í kvöld. „Þeir eru bara geggjaðir. Ég fór og skoðaði leikvöllinn sem úrslitaleikurinn er á, ég hef það mikla trú á þeim. Ég trúi því að þeir fari alla leið," sagði Herdís.

„Þetta er geggjaður hópur og þeir eru svo samheldnir. Þetta er búið að vera svo ótrúlega gaman," sagði Sigrún.

Eftir þetta mót þá hefst Evrópumót U19 landsliða kvenna. Þar á fjölskyldan líka fulltrúa því tvíburasystir Sigurbergs, Snædís María, spilar þar með Íslandi.

„Önnur okkar er í sumarfríi og hin ekki. Við erum að reyna að vinna í því að sú sem er ekki í sumarfríi komist líka beint yfir. Vonandi förum við beint yfir (til Belgíu) báðar," sagði Herdís. „Annars fer ég beint yfir, vinn aðeins og mæti til Belgíu á fyrsta leikdegi," sagði Sigrún en hvernig er það að vera eiginlega í fullu starfi við það að styðja systkini sín?

„Það er eiginlega galið, en á sama tíma er það svo geggjað og ég myndi ekki vilja gera neitt annað," sagði Sigrún jafnframt.

„Þetta er ævintýri og þetta er yndislegt, það er ekki hægt að óska sér neins betra," sagði Herdís svo en það kemst lítið annað að en fótbolti á heimilinu. Fjölskyldufaðirinn, Jörundur Áki Sveinsson, er yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ og hefur lengi starfað sem þjálfari.

Bæði Herdís og Sigrún spá sigri Íslands í kvöld en það er vonandi að strákarnir okkar komist í undanúrslit. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner