Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - 8-liða úrslitin hefjast - HK getur unnið sjötta í röð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er skemmtilegt kvöld framundan í íslenska boltanum þar sem fyrsti leikur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fer fram á Akureyri.


KA tekur þar á móti Ægi og hefur Akureyringum gengið vel í Bestu deildinni í sumar þar sem þeir eru í þriðja sæti. Ægismönnum hefur einnig gengið vel og eru þeir í þriðja sæti í 2. deild og berjast um að komast upp í Lengjudeildina.

Það verður fróðlegt að sjá hvort gestunum frá Þorlákshöfn, sem slógu Fylki út í síðustu umferð, takist að stríða heimamönnum.

Selfoss mætir þá Þór í Lengjudeildinni en aðeins tvö stig skilja liðin að um miðja deild. Þór er á mikilli siglingu með þrjá sigra í röð á meðan Selfyssingar eru aðeins búnir að næla sér í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum.

HK getur þá aukið forystu sína á toppi deildarinnar í fjögur stig með sigri gegn botnliði Þrótti Vogum í Kópavogi. Það bendir allt til þess að liðin sem féllu úr efstu deild í fyrra, HK og Fylkir, fari beint aftur upp. HK getur unnið sjötta deildarleikinn í röð með sigri í kvöld.

Þróttur situr sem fastast á botni deildarinnar og er ellefu stigum frá öruggu sæti, aðeins með sex stig eftir fimmtán umferðir.

Mjólkurbikar karla
18:00 KA-Ægir (KA-völlur)

Lengjudeild karla
17:00 Selfoss-Þór (JÁVERK-völlurinn)
19:15 HK-Þróttur V. (Kórinn)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner