Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 10. ágúst 2024 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Toppbaráttuliðin sigruðu í dag
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í 2. deild karla, þar sem Víkingur Ólafsvík, Höttur/Huginn og Völsungur unnu gríðarlega mikilvæga sigra í toppbaráttunni.

Víkingur og Völsungur deila öðru sætinu og eru þar sex stigum á eftir Selfossi, með 29 stig úr 16 umferðum.

Víkingur lagði Reyni Sandgerði að velli í dag með mörkum frá Emir Dokara og Gary Martin en Reynismönnum tókst ekki að jafna. Lokatölur urðu 2-1 og er Reynir áfram á botni deildarinnar, með 11 stig.

Völsungur sigraði gegn Haukum þar sem Arnar Pálmi Kristjánsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Jakob Gunnar Sigurðsson kláruðu viðureignina með mörkum í fyrri hálfeik.

Haukar eru sex stigum á eftir Völsungi og Víkingi.

Höttur/Huginn er hins vegar aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu eftir sigur á útivelli gegn Kormáki/Hvöt.

Heimamenn leiddu þar 1-0 í leikhlé en Bjarki Fannar Helgason reyndist hetja gestanna frá Egilsstöðum þar sem hann skoraði tvö mörk til að snúa stöðunni við og tryggja sigur í síðari hálfleik.

Kormákur/Hvöt er í neðri hluta deildarinnar með 18 stig.

Völsungur 3 - 0 Haukar
1-0 Arnar Pálmi Kristjánsson ('3 )
2-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('13 )
3-0 Jakob Gunnar Sigurðsson ('42 , Mark úr víti)

Kormákur/Hvöt 1 - 2 Höttur/Huginn
1-0 Moussa Ismael Sidibe Brou ('37 , Mark úr víti)
1-1 Bjarki Fannar Helgason ('58 )
1-2 Bjarki Fannar Helgason ('76 )

Víkingur Ó. 2 - 1 Reynir S.
1-0 Emir Dokara ('13 )
2-0 Gary John Martin ('57 )
2-1 Kristófer Dan Þórðarson ('79 )
Athugasemdir
banner
banner