Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
banner
   lau 10. ágúst 2024 19:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Heiðar: Þessi mörk ótrúlega barnaleg og auðveld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fúlt, virkilega súrt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir jafntefli gegn Þór á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Mér fannst við vera með algjört 'control' á þessum leik. Í stöðunni 2-0 eigum við að fá víti þar sem útielikamður þeirra ver boltann með hendinni en við fengum ekki neitt. Eftir það missum við tempóið og Þórsarar fá blóð á tennurnar."

Þór minnkaði muninn úr vítaspyrnu og jafnaði síðan metin þegar Vilhelm Ottó Biering Ottósson skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Aroni Einari Gunnarssyni.

„Bæði þessi mörk þeirra eru ótrúlega barnaleg og auðveld. Svo veit ég ekki hvort hann hafi verið fyrir innan eða ekki en við eigum ekki að fara út með löppina ef við erum ekki klárir að ná í boltann. Svo kemur hár bolti frá hægri og hann dettur á hausinn á einum og hann skallar inn. Ég á erfitt með svona mörk, það er auðvelt að koma í veg fyrir þetta."

Þór byrjaði leikinn gríðarlega vel en Njarðvík komst yfir með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik.

„Við vissum alveg hvað við þurftum að gera til að vinna Þór. Það er rétt að þeir byrjuðu mjög vel, mikið í gangi, Aron Einar að koma heim og ég veit ekki hvað og hvað, kannski fengu þeir blóð á tennurnar við það. Í mínum huga byrjum við svo að stýra þessu. VIð vorum að komast í góðar stöður í fyrri hálfleik til að skora, við töluðum um það í hálfleik hverju við þurftum að breyta, við gerðum það strax og það varð til þess að við skorum tvö mörk," sagði Gunnar Heiðar.

„VIð hefðum átt að fá víti í stöðunni 2-0 og þá er 3-0 og leikurinn búinn en við fengum það ekki og hleypum þeim inn í þetta og úr verður bara eitt stig hérna fyrir norðan sem mér finnst helvíti dýrt að missa."


Athugasemdir
banner
banner
banner