Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 10. ágúst 2024 19:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Heiðar: Þessi mörk ótrúlega barnaleg og auðveld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fúlt, virkilega súrt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir jafntefli gegn Þór á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Mér fannst við vera með algjört 'control' á þessum leik. Í stöðunni 2-0 eigum við að fá víti þar sem útielikamður þeirra ver boltann með hendinni en við fengum ekki neitt. Eftir það missum við tempóið og Þórsarar fá blóð á tennurnar."

Þór minnkaði muninn úr vítaspyrnu og jafnaði síðan metin þegar Vilhelm Ottó Biering Ottósson skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Aroni Einari Gunnarssyni.

„Bæði þessi mörk þeirra eru ótrúlega barnaleg og auðveld. Svo veit ég ekki hvort hann hafi verið fyrir innan eða ekki en við eigum ekki að fara út með löppina ef við erum ekki klárir að ná í boltann. Svo kemur hár bolti frá hægri og hann dettur á hausinn á einum og hann skallar inn. Ég á erfitt með svona mörk, það er auðvelt að koma í veg fyrir þetta."

Þór byrjaði leikinn gríðarlega vel en Njarðvík komst yfir með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik.

„Við vissum alveg hvað við þurftum að gera til að vinna Þór. Það er rétt að þeir byrjuðu mjög vel, mikið í gangi, Aron Einar að koma heim og ég veit ekki hvað og hvað, kannski fengu þeir blóð á tennurnar við það. Í mínum huga byrjum við svo að stýra þessu. VIð vorum að komast í góðar stöður í fyrri hálfleik til að skora, við töluðum um það í hálfleik hverju við þurftum að breyta, við gerðum það strax og það varð til þess að við skorum tvö mörk," sagði Gunnar Heiðar.

„VIð hefðum átt að fá víti í stöðunni 2-0 og þá er 3-0 og leikurinn búinn en við fengum það ekki og hleypum þeim inn í þetta og úr verður bara eitt stig hérna fyrir norðan sem mér finnst helvíti dýrt að missa."


Athugasemdir
banner
banner