Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
banner
   lau 10. október 2015 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Upptaka - Árni Vill á línunni: Fá sér skot í morgunmat
Icelandair
Árni Vilhjálmsson var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út til Noregs þar sem hann leikur nú með Lilleström.
Árni Vilhjálmsson var leikmaður Breiðabliks áður en hann hélt út til Noregs þar sem hann leikur nú með Lilleström.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson kom af bekknum og gerði sigurmark íslenska landsliðsins gegn því úkraínska í undankeppni EM U21 árs landsliða.

Íslenska U21 árs landsliðið er með tíu stig eftir fjóra leiki og mætast helstu keppinautar landsliðsins í undanriðlinum, Skotar og Frakkar, í hörkuleik í dag.

Útvarpsþáttur Fótbolta.net er í gangi á X-inu FM 97,7 og setti sig í samband við Árna sem er með landsliðshópnum í Skotlandi þar sem landsliðin mætast á þriðjudaginn.

„Stemningin í Skotlandi er góð, hún er alltaf góð þegar við strákarnir hittumst í þessum landsliðsferðum," sagði Árni í útvarpsviðtalinu sem má hlusta á hér fyrir ofan.

„Úkraína er ekkert ósvipuð kannski Rússlandi og svona, dálítið kalt. Ætli það hafi ekki verið fjögur eða fimmþúsund manns á vellinum og flott stemning hjá þeim. Þeir voru með sína hooligana þarna og menn voru komnir úr að ofan eftir fimm mínútur. Þeir fundu líklega ekki fyrir kuldanum, þeir eru vanir þessu þarna. Þeir fá sér skot í morgunmat og málið er dautt held ég.

„Við vorum kannski smá heppnir að þeir skoruðu ekki. Freddi í markinu hélt okkur gangandi á tímabili. Hann var hrikalega góður og var maður leiksins. Okkar leikur snýst náttúrulega bara um varnarleik, við sinntum því og náðum að skora eitt mark og klára leikinn. Heppni eða ekki, þetta var upplagið í leiknum og það gekk."


Árni talaði um ýmsa aðra hluti í útvarpsviðtalinu þar sem hann kafaði dýpra ofan í lífið með landsliðinu og herbergisfélaganum Krulla gull og meiðslin sem hann er búinn að ganga í gegnum á tímabilinu.
Athugasemdir