Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. nóvember 2018 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Óli tekur við ÍBV af Ian Jeffs (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Óli Daníelsson er tekinn við sem þjálfari kvennaliðs ÍBV en þetta tilkynnir Vestmannaeyjafélagið í kvöld.

Jón Óli þekkir hvern krók og kima hjá ÍBV, fáir hafa verið eins lengi hjá félaginu og hann.

Meistaraflokkur kvenna hjá ÍBV var endurvakinn árið 2007 og þá tók Jón Óli við þjálfun liðsins. Hann þjálfaði liðið til 2014 með góðum árangri.

Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar undanfarin tímabil.

Nú mun hann snúa sér aftur að kvennaliðinu en Ian Jeffs er orðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, ásamt því sem hann verður aðstoðarþjálfari hjá karlaliði ÍBV.

ÍBV endaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner