Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 10. desember 2019 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Salzburg og Liverpool: Mane bestur
Sadio Mane var valinn maður leiksins af Sky Sports er Liverpool tryggði sig upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar með sigri í Salzburg.

Mane lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Naby Keita á 57. mínútu og innsiglaði Mohamed Salah sigurinn skömmu síðar.

Mane fær 8 fyrir sinn þátt í leiknum sem er sama einkunn og Alisson fær á milli stanganna. Brasilíski markvörðurinn átti mjög góðan leik og bjargaði sínum mönnum nokkrum sinnum.

Hwang Hee-chan, suður-kóreskur leikmaður Salzburg, fékk einnig 8 í einkunn og var besti leikmaður heimamanna. Norska ungstirnið Erling Braut Haaland fékk 6.

RB Salzburg: Stankovic (5), Nissen (6), Onguene (7), Wober (6), Ulmer (6), Junuzovic (6), Mwepu (7), Szoboszlai (6), Minamino (7), Hwang (8), Haland (6).
Varamenn: Daka (6), Okugawa (6)

Liverpool: Alisson (8), Alexander-Arnold (7), Lovren (6), Van Dijk (8), Robertson (7), Wijnaldum (6), Henderson (6), Keita (7), Salah (7), Firmino (6), Mane (8).
Varamenn: Gomez (6), Milner (6),
Athugasemdir
banner