þri 10. desember 2019 09:14
Elvar Geir Magnússon
Loic Ondo og Gunnlaugur Fannar í Kórdrengi (Staðfest)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir halda áfram að styrkja leikmannahóp sinn en í morgun voru tveir nýir leikmenn kynntir. Það eru varnarmennirnir Loic Ondo og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.

Ondo á um 200 meistaraflokksleiki að baki hér á landi. Hann hefur spilað með Grindavík, BÍ, Fjarðarbyggð, Gróttu og nú síðast Aftureldingu.

Hann var fyrirliði Aftureldingar í Inkasso-deildinni í sumar en var látinn fara frá félaginu.

Gunnlaugur Fannar á um 140 leiki að baki í efstu og næstefstu deild og hefur hann einnig spilað leiki með yngri landsliðum Íslands. Gunnlaugur hefur spilað með Haukum og Víkingi Reykjavík.

„Gunnlaugur er gríðarlega hraður og sterkur varnarmaður, munu hann og Ondo mynda sterkt teymi ásamt þeim flottu leikmönnum sem fyrir eru!" segir í tilkynningu Kórdrengja.

Kórdrengir komust upp í 2. deildina fyrr á árinu og hafa styrkt leikmannahóp sinn töluvert fyrir baráttuna þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner