Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. desember 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrvalsdeildin skoðar að leyfa tímabundnar skiptingar
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin skoðar að prófa tímabundnar skiptingar frá og með næstu leiktíð. Tímabundnar skiptingar yrðu leyfðar ef það væri vafi á því hvort leikmaður hafi fengið heilahristing eða ekki.

Á dögunum var sagt frá því að sama hugmynd væri í skoðun fyrir EM2020.

Sjá einnig:
https://fotbolti.net/fullStory.php?id=289992

Hugmyndin verður skoðuð á fundi í febrúar þegar regluverkið í alþjóðaknattspyrnunni verður skoðað.

Fundurinn fer fram í Belfast þann 29. febrúar. Þar verða íþróttalæknar og sérfræðingar um knattspyrnu. Tvær tillögur verða lagðar fram.

Tillaga 1: Ef leikmaður er talinn hafa fengð heilahristing og er tekinn af velli þá má hann ekki koma inn á aftur. Leikmanninum er skipt út af og telst sú skipting ekki sem ein af þremur skiptingum sem hvert lið hefur leyfi til að gera.

Tillaga 2: Á meðan leikmaður fær aðhlynningu, í kjölfar höfuðhöggs, getur nýr leikmaður komið inn á. Ef leikmaðurinn getur haldið leik áfram, má hann koma inn á að nýju og skiptimaðurinn, sem kom inn á, fær sér aftur sæti á varamannabekknum.
Athugasemdir
banner
banner