Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 10. desember 2023 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Einhver versta meiðslakrísa sem ég hef séð
Mynd: EPA
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United, svaraði spurningum fréttamanna eftir 4-1 tap á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Newcastle fékk gott tækifæri til að skora í fyrri hálfleik en sá ekki til sólar eftir það og verðskuldaði ekkert nema tap.

„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Tottenham spilaði mjög vel og þetta er erfitt fyrir okkur. Við bjuggumst við að þessi stund kæmi á einhverjum tímapunkti, en við héldum að það myndi gerast fyrr. Strákarnir hafa gert ótrúlega vel að vera búnir að ná svona góðum úrslitum hingað til," sagði Howe. „Síðustu leikir hafa verið erfiðir, við erum líkamlega þreyttir en það er lítið sem við getum gert í því.

„Við erum með alltof langan meiðslalista og bíðum spenntir eftir að fá menn til baka. Hver einasti leikmaður er mikilvægur, sérstaklega þegar það er svona mikið leikjaálag. Við vonuðumst til að vera með nægilega breiðan hóp til að geta verið samkeppnishæfir bæði á Englandi og í Evrópu en við höfum lent í einhverri verstu meiðslakrísu sem ég hef séð."


Howe segir að þrátt fyrir þreytuna þá hefðu leikmenn getað gefið meira. „Við vorum ekki í takti og okkur skorti sannfæringu. Við vörðumst ekki nógu vel og nýttum ekki færin okkar. Við getum gert betur þó við séum þreyttir."

Newcastle er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner