Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   þri 11. janúar 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt að fara eftir átján ár - „Rétta skrefið í átt að einhverju stærra"
Kvenaboltinn
Í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir var um liðna helgi tilkynnt sem nýr leikmaður Bröndby. Kristín er 22 ára miðvörður sem uppalin er hjá Breiðabliki og hefur leikið þar allan sinn feril fyrir utan eitt tímabil með Augnabliki og hálft tímabil með Fylki.

Kristín skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við danska félagið. Hún hefur verið mjög sigursæl hjá Breiðabliki, tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, er mjög spennt og tel þetta vera rétt skref fyrir mig. Já, [ég tel þetta klárt skref upp á við frá Breiðabliki] annars hefði ég ekki tekið það. Mér leið eins og þetta væri rétt ákvörðun og ég ákvað að hoppa á það," sagði Kristín.

Var erfitt að fara frá Breiðabliki? „Já, ég er búin að vera þarna síðan ég var fjögurra ára eða eitthvað. Þetta er erfitt en þurfti að koma einhvern tímann."

„Það kom áhugi í lok árs og ég vildi klára að spila í Meistaradeildinni áður en ég myndi taka einhverja ákvörðun. Þetta var ekkert hangandi yfir mér en samt ekkert sem ég tók bara á einum degi."

„Ég er mjög spennt fyrir dönsku deildinni, hef heyrt að hún sé frekar teknísk og hröð."


Er reynslan sem þú fékkst í Meistaradeildinni eitthvað sem þú hefðir ekki vilja missa af? „100%, allt þetta ferli fer bara beint í reynslubankann og við lærðum ógeðslega mikið af þessu þó svo að úrslitin hafi ekkert endilega verið frábær. Spilamennskan var upp á við og þetta var geggjað tækifæri sem maður mun aldrei gleyma."

„Við fengum svokallaðan dauðariðil og maður vissi ekki við hverju átti að búast á móti Real og Kharkiv. Við spiluðum við PSG árið 2019 en möguleikarnir lágu í sex stigum á móti Kharkiv sem féll ekki með okkur. Ég veit ekki hvort þetta var erfiðara en ég bjóst við, þetta var mikið álag en samt ógeðslega skemmtilegt."

„Núna er ég búin að fá frí í rúmlega þrjár vikur og fer út núna um helgina. Það er bara fínt."


Kristín hefur engar áhyggjur af því að Breiðablik falli neðar í töflunni þrátt fyrir að hún sé ekki sú eina sem er á förum frá félaginu.

Bröndby er í toppbaráttunni í Danmörku og fara efstu tvö liðin í Meistaradeildina. „Það er klárlega markmiðið, ég stefni á að vinna flest alla leiki og hef alltaf gert það. Vonandi er það stenfan. Fyrsti leikur sem ég mun spila er einmitt bikarleikur gegn Fortuna-Hjörring, öðru toppliði, það verður hörkuleikur."

Var þetta akkúrat tímapunkturinn til að fara frá Breiðabliki? Ertu búin að haka í öll boxin hér á Íslandi?

„Já, ég taldi þetta vera rétti tímapunkturinn núna. Ég er búin að vinna bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn, búin að taka þátt í þremur Meistaradeildarkeppnum þannig mér fannst þetta vera rétti tíminn fyrir mig og rétta skrefið í átt að einhverju stærra," sagði Kristín.
Athugasemdir
banner
banner