
„Við vitum alveg nákvæmlega hvað við getum. Þetta var sama gamla bandið frá EM 2016 sem spilaði í dag. Við svöruðum öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið um okkur," sagði Kári Árnason eftir 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 1 Tyrkland
„Ég er aðallega svekktur að við kláruðum þetta ekki almennilega í fyrri hálfleik."
„Við sköpuðum færi til þess að skora þriðja markið. Þeir fá eitthvað horn og það var klúður hjá okkur, í fyrsta lagi að fá hornið á okkur. Í horninu kemur hann utarlega, Aron er með mann í fanginu og svo kemur maður utan á þann mann og skorar. Það er lítið við þessu að gera þannig séð."
Tyrkirnir sköpuðu sér voðalega lítið í leiknum.
„Þeir skapa sér ekki neitt. Jón Daði var þriggja manna maki, hann var frábær í dag. Kolli kemur inn á og hann svarar öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið í kringum hann. Það vita allir í liðinu hversu góður hann er. Hann á að vera með hvort sem hann geti spilað fimm mínútur eða 10 mínútur."
Kári, sem er 36 ára, hefur talað um að hann ætli sér að ganga í raðir síns uppeldisfélags, Víkings í Reykjavík, þegar glugginn hér á landi opnar.
„Í fyrra ætlaði ég að koma heim og mér bauðst gott tækifæri að fara út og spila í fínni deild og á fínum launum. Ef ég fæ frábært boð er erfitt að segja nei við því, en planið í dag er að spila fyrir Víking," sagði Kári.
Laumuðum okkur í reykmettað bakherbergi í Laugardalnum og gerðum upp stórfuðulegan aðdraganda að leiknum og glæsilega frammistöðu! @tomthordarson og @maggimar með mér #fotboltinet https://t.co/RdjiG4KURy
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 11, 2019
Athugasemdir