Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 11. júní 2019 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Erfitt að segja nei ef ég fæ frábært boð
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum alveg nákvæmlega hvað við getum. Þetta var sama gamla bandið frá EM 2016 sem spilaði í dag. Við svöruðum öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið um okkur," sagði Kári Árnason eftir 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Ég er aðallega svekktur að við kláruðum þetta ekki almennilega í fyrri hálfleik."

„Við sköpuðum færi til þess að skora þriðja markið. Þeir fá eitthvað horn og það var klúður hjá okkur, í fyrsta lagi að fá hornið á okkur. Í horninu kemur hann utarlega, Aron er með mann í fanginu og svo kemur maður utan á þann mann og skorar. Það er lítið við þessu að gera þannig séð."

Tyrkirnir sköpuðu sér voðalega lítið í leiknum.

„Þeir skapa sér ekki neitt. Jón Daði var þriggja manna maki, hann var frábær í dag. Kolli kemur inn á og hann svarar öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið í kringum hann. Það vita allir í liðinu hversu góður hann er. Hann á að vera með hvort sem hann geti spilað fimm mínútur eða 10 mínútur."

Kári, sem er 36 ára, hefur talað um að hann ætli sér að ganga í raðir síns uppeldisfélags, Víkings í Reykjavík, þegar glugginn hér á landi opnar.

„Í fyrra ætlaði ég að koma heim og mér bauðst gott tækifæri að fara út og spila í fínni deild og á fínum launum. Ef ég fæ frábært boð er erfitt að segja nei við því, en planið í dag er að spila fyrir Víking," sagði Kári.


Athugasemdir
banner
banner