Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fim 11. júlí 2019 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Ejub: Ég hef aldrei sagt að við ætluðum í einhverja toppbaráttu í sumar
Ejub Purisevic þjálfari Víking Ólafsvík
Ejub Purisevic þjálfari Víking Ólafsvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík skellti sér suður með sjó þegar flautað var til leiks í 11.Umferð Inkasso deildar karla en þeir mættu á Rafholtsvöllinn og mættu þar heimamönnum í Njarðvík sem fyrir þennan leik voru búnir að tapa sínum síðustu sjö leikjum en það átti allt eftir að breytast í þessum leik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Það er alltaf vont að tapa og mér fannst leikurinn vera í nokkru jafnvægi og við vorum ívið sterkari fram að fyrsta marki og svo í kjölfarið kom annað markið og þá var þetta mjög erfitt og í hálfleik vorum við að reyna endurskipurleggja og koma inn og við áttum dauðafæri til að minnka muninn og svo í kjölfarið fengum við rautt spjald og það var bara mjög erfitt." Sagði Ejub Purisevic þjálfari Víking Ólafsvíkur eftir leik. 

„Við erum bara eins og við höfum verið venjulega að spila, við höfum okkar stíl og mér fynnst eins og ég sagði fyrsta korter, tuttugu mínútur fyrir markið áttum við yfirhöndina, við áttum eitt mjög gott færi sem við áttum að gera betur en það var einfaldlega bara mjög erfitt á köflum að spila, þetta var mikil barátta og  virtist vera bara það lið sem ætlaði að vera fyrst að nýta sér eitthvað færi eða baráttuna að vinna þennan leik sem bara gerðist."

Það var heldur mikið um spjöld í leiknum í dag en alls fóru 9 spjöld á loft í leiknum og því við hæfi að spyrja hvort Ejub sem fékk einmitt eitt þessara spjalda fannst dómarinn hafa góð tök á leiknum í dag.
„Ég veit það ekki, ég ætla ekki að tala um þessa hluti. Það hlítur að vera rétt fyrst hann er búin að dæma þetta."

Þegar mótið er hálfnað hafa Víkingar frá Ólafsvík aðeins verið að dragast aftur úr toppbaráttunni í deildinni.
„Ég hef aldrei sagt að við ætluðum í einhverja toppbaráttu í sumar, við erum með 17 stig og það verður ekki af okkur tekið og við einbeitum okkur að næsta leik og þessi deild er ég búin að segja fyrir löngu síðan að það er erfitt að rýna í þessa deild fyrr en það er búið að spila 7-8 umferðir og þá mun maður nokkurnveginn sjá hvernig liðin eru og hvaða gæði þau hafa, mér fynnst að lengi hefur þetta verið mjög jafnt og það eru bara svona 7-8 lið í deildinni svipuð og kannski 2-3 lið sem eru með aðeins meiri gæði heldur en aðrir en það hefur spilast mjög jafnt og allir að vinna alla og við ætlum bara að einbeita okkur að næsta leik og sjáum svo bara til hvað verður en maður er alltaf að vona að maður geti fengið fleirri stig."

Nánar er rætt við Ejub Purisevic í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner