Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fim 11. júlí 2019 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Ejub: Ég hef aldrei sagt að við ætluðum í einhverja toppbaráttu í sumar
Ejub Purisevic þjálfari Víking Ólafsvík
Ejub Purisevic þjálfari Víking Ólafsvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík skellti sér suður með sjó þegar flautað var til leiks í 11.Umferð Inkasso deildar karla en þeir mættu á Rafholtsvöllinn og mættu þar heimamönnum í Njarðvík sem fyrir þennan leik voru búnir að tapa sínum síðustu sjö leikjum en það átti allt eftir að breytast í þessum leik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Það er alltaf vont að tapa og mér fannst leikurinn vera í nokkru jafnvægi og við vorum ívið sterkari fram að fyrsta marki og svo í kjölfarið kom annað markið og þá var þetta mjög erfitt og í hálfleik vorum við að reyna endurskipurleggja og koma inn og við áttum dauðafæri til að minnka muninn og svo í kjölfarið fengum við rautt spjald og það var bara mjög erfitt." Sagði Ejub Purisevic þjálfari Víking Ólafsvíkur eftir leik. 

„Við erum bara eins og við höfum verið venjulega að spila, við höfum okkar stíl og mér fynnst eins og ég sagði fyrsta korter, tuttugu mínútur fyrir markið áttum við yfirhöndina, við áttum eitt mjög gott færi sem við áttum að gera betur en það var einfaldlega bara mjög erfitt á köflum að spila, þetta var mikil barátta og  virtist vera bara það lið sem ætlaði að vera fyrst að nýta sér eitthvað færi eða baráttuna að vinna þennan leik sem bara gerðist."

Það var heldur mikið um spjöld í leiknum í dag en alls fóru 9 spjöld á loft í leiknum og því við hæfi að spyrja hvort Ejub sem fékk einmitt eitt þessara spjalda fannst dómarinn hafa góð tök á leiknum í dag.
„Ég veit það ekki, ég ætla ekki að tala um þessa hluti. Það hlítur að vera rétt fyrst hann er búin að dæma þetta."

Þegar mótið er hálfnað hafa Víkingar frá Ólafsvík aðeins verið að dragast aftur úr toppbaráttunni í deildinni.
„Ég hef aldrei sagt að við ætluðum í einhverja toppbaráttu í sumar, við erum með 17 stig og það verður ekki af okkur tekið og við einbeitum okkur að næsta leik og þessi deild er ég búin að segja fyrir löngu síðan að það er erfitt að rýna í þessa deild fyrr en það er búið að spila 7-8 umferðir og þá mun maður nokkurnveginn sjá hvernig liðin eru og hvaða gæði þau hafa, mér fynnst að lengi hefur þetta verið mjög jafnt og það eru bara svona 7-8 lið í deildinni svipuð og kannski 2-3 lið sem eru með aðeins meiri gæði heldur en aðrir en það hefur spilast mjög jafnt og allir að vinna alla og við ætlum bara að einbeita okkur að næsta leik og sjáum svo bara til hvað verður en maður er alltaf að vona að maður geti fengið fleirri stig."

Nánar er rætt við Ejub Purisevic í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner