Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 11. ágúst 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katla María Þórðardóttir.
Katla María Þórðardóttir.
Mynd: Einar Ásgeirsson
Þórdís Elva Ágústsdóttir
Þórdís Elva Ágústsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir.
Barbára Sól Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Una er uppalin hjá Reyni í Sandgerði og Keflavík en gekk í raðir Fylkis fyrir þessa leiktíð í Pepsi Max-deildinni. Íris hefur tekið þátt í öllum sjö leikjum Fylkis til þessa í deildinni og spilar hún í bakverðinum.

Íris hefur til þessa leikið 25 unglingalandsleiki og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki með Keflavík sumarið 2015 í 1. deildinni. Í dag segir hún frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Íris Una Þórðardóttir

Gælunafn: Ekki með neitt gælunafn

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: fyrsti leikurinn var sumarið 2015 gegn ÍA

Uppáhalds drykkur: Grænn kristall

Uppáhalds matsölustaður: Fjallkonan

Hvernig bíl áttu: Suzuki Swift 2007 árgerð, hann klikkar seint!

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: er algjör sucker fyrir raunveruleikaþáttum og nú eru Survivor og Love Island í algjöru uppáhaldi

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens

Fyndnasti Íslendingurinn: Þær eru margar ágætar en ég verð að gefa Clöru Sigurðar þennan titil

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Bláber, kökudeig og piparfylltar lakkrísreimar

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Tannlæknastofan minnir á að Íris Una á tíma þri 4.8.2020 kl 11:30”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Agla María

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið mjög heppin með þjálfara, get ekki valið bara einn

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane, óþolandi inna vellinum en bestu vinkonur utan vallar

Sætasti sigurinn: Get ekki hugsað um neinn einn sigur, þar sem það er alltaf gaman að vinna leiki.

Mestu vonbrigðin: Falla úr pepsí með Keflavík í fyrra sumar og að ná ekki að klára milliriðilinn með U19 vegna Covid

Uppáhalds lið í enska: Ég er Púllari í húð og hár

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi alltaf velja Sveindísi Jane

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Bryndís Arna Níelsdóttir er gríðalega efnileg

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kári Árnason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Katla María, tvíburasystir mín

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: David Beckham

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sigrún Salka er rosaleg

Uppáhalds staður á Íslandi: Garðskagaviti, náttúruperla Íslands

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég labbaði yfir fánastöngina í leik og stöngin skaust í dómarann

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist með körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Appelsínugulum Nike Vapor skóm

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég hef alltaf verið mjög léleg í stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég og liðsfélagi minn vorum staddar á kassa á flugvellinum í Noregi, vorum við að hneykslast á afgreiðslukonunni og baktala hana þar sem við gerðum ráð fyrir að hún talaði norsku. Þegar við vorum búnar að borga spurði afgreiðslukonan „má bjóða þér afritið?’’ á íslensku.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sveindísi Jane, Kötlu Maríu og Bárbáru Sól

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef aldrei smakkað kokteilsósu

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þórdís Elva geggjaður leikmaður og gríðalega mikill leiðtogi og stendur föst á sínu

Hverju laugstu síðast: Það var um daginn þegar ég fann ekki regnjakkann minn eftir mikla leit. Ég var viss um að Katla væri með hann og hún bað mig um að leita út í bíl. Þegar ég fór út í bíl var jakkinn þar. Ég hafði það ekki í mér að segja henni að jakkinn hefði verið þar svo ég faldi hann inn í skáp og sagðist hafa fundið hann þar til að þurfa ekki að hlusta á Kötlu segja „ég sagði þér það’’

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og tækni

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Sadio Mane hvort það væri ekki kominn tími á að snoða sig þar sem hárlínan hans byrjar á hnakkanum
Athugasemdir
banner
banner
banner