Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. ágúst 2020 12:05
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Stefán Teitur í KR og Tryggvi Hrafn í Val eftir tímabil?
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson verði keyptur frá ÍA til Íslandsmeistara KR eftir tímabilið.

Að sögn Hjörvars erum að ræða kaupverð upp á 4,5 milljónir króna.

Stefán Teitur er samningsbundinn ÍA út næsta tímabil en þessi 21 árs leikmaður hefur verið undir smásjá félaga á norðurlöndunum.

Þá segir hann vitað mál að sóknarmaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson sé búinn að semja við Val um að ganga í raðir Hlíðarendafélagsins þegar samningur hans við ÍA rennur út seinna á árinu.

Þar sem Tryggvi er að renna út á samningi mega félög ræða við þennan 23 ára leikmann.

Tryggvi hefur verið orðaður við Val í nokkurn tíma en Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, varist fimlega þegar hann fær spurningar varðandi leikmanninn.

Ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi varðandi leikmannamál ÍA og útlit fyrir að talsverðar breytingar verði á hópnum á Skaganum eftir tímabil.

Það er þó ekki bara verið að orða leikmenn frá ÍA því Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið orðaður við sitt gamla félag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner