Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 11. ágúst 2022 21:33
Haraldur Örn Haraldsson
Steven Lennon um að lenda undir: Við erum kannski bara að venjast því
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Steven Lennon leikmaður FH var hæstánægður eftir að liðið hans vann 4-2 gegn Kórdrengjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Viðtalið er á ensku en verður þýtt í heild sinni hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  4 FH

Þetta er frábært, það er gott að vinna aftur fyrst og fremst þannig erum komnir í undanúrslitin núna. Það er aldrei auðvelt að koma á svona staði og spila gegn liði í deild fyrir neðan en við fengum þetta í gegn með hörku eftir 2 kjánaleg mörk og erum komnir í gegn þannig það er það eina sem skiptir máli."

Lennon skoraði þrennu fyrir FH í kvöld en hann hefur átt erfitt með að skora í deildinni. Þessi mörk gætu þá bætt sjálfstraustið hjá þessum mikla markaskorara.

„Auðvitað sem markaskorari er alltaf gott að skora mörk og það bætir sjálfstraustið þannig vonandi verður þetta byrjunin á fleiri mörkum fyrir mig og fyrir liðið."

Eiður Smári þjálfari liðsins hefur sagt áður að það hefur verið erfitt að lenda undir fyrir liðið en FH lendir tvisvar undir í leiknum í kvöld en vinna samt leikinn hvað var þá öðruvísi í kvöld?

„Við erum kannski bara að venjast því, nei ég er að grínast. Bara karakter, við lentum undir tvisvar en fengum mörk frekar fljótlega. Þannig við sýndum bara karakter og gerðum það sem þjálfararnir báðu okkur um. Við skorum 4 mörk í dag og unnum leikinn þannig það er ánægjulegt."

FH hefur ekki unnið leik í töluverðan tíma en þessi sigur hlýtur að bæta andrúmsloftið í klefanum.

„Einmitt núna er andrúmsloftið í klefanum mjög gott. Þetta lyftir öllum upp. Þetta er ekki sama keppni og deildin þannig við settum það bara til hliðar og einbeittum okkur að bikarnum en það er stór leikur á sunnudagin þannig ef við getum tekið þetta framlag og þessi mörk þá getum vonandi unnið."

Það heyrðist frá Eið Smára úr klefanum að hann hafi sagt við liðið að njóta sigursins í dag en svo er algjör einbeiting að næsta leik gegn ÍBV á sunnudaginn.

„Já nákvæmlega. Maður þarf að hætta að hugsa um þetta á morgun, ég er ánægður með sigurinn en við höfum verk að vinna á erfiðum velli á sunnudaginn þannig vonandi getum við unnið."

FH eru þá komnir í undanúrslit bikarsins en það eru erfiðir andstæðingar eftir í pottinum. Er trú fyrir því að vinna bikarinn?

„Já auðvitað. Ég hef verið í tvemur úrslitaleikjum með FH og hef tapað þeim báðum þannig það væri gott að komast þangað aftur. Þetta er líka fljótasta leiðin í evrópukeppni fyrir næsta ár þannig vonandi getum við gert það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner