Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 11. ágúst 2022 21:33
Haraldur Örn Haraldsson
Steven Lennon um að lenda undir: Við erum kannski bara að venjast því
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Steven Lennon leikmaður FH var hæstánægður eftir að liðið hans vann 4-2 gegn Kórdrengjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Viðtalið er á ensku en verður þýtt í heild sinni hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  4 FH

Þetta er frábært, það er gott að vinna aftur fyrst og fremst þannig erum komnir í undanúrslitin núna. Það er aldrei auðvelt að koma á svona staði og spila gegn liði í deild fyrir neðan en við fengum þetta í gegn með hörku eftir 2 kjánaleg mörk og erum komnir í gegn þannig það er það eina sem skiptir máli."

Lennon skoraði þrennu fyrir FH í kvöld en hann hefur átt erfitt með að skora í deildinni. Þessi mörk gætu þá bætt sjálfstraustið hjá þessum mikla markaskorara.

„Auðvitað sem markaskorari er alltaf gott að skora mörk og það bætir sjálfstraustið þannig vonandi verður þetta byrjunin á fleiri mörkum fyrir mig og fyrir liðið."

Eiður Smári þjálfari liðsins hefur sagt áður að það hefur verið erfitt að lenda undir fyrir liðið en FH lendir tvisvar undir í leiknum í kvöld en vinna samt leikinn hvað var þá öðruvísi í kvöld?

„Við erum kannski bara að venjast því, nei ég er að grínast. Bara karakter, við lentum undir tvisvar en fengum mörk frekar fljótlega. Þannig við sýndum bara karakter og gerðum það sem þjálfararnir báðu okkur um. Við skorum 4 mörk í dag og unnum leikinn þannig það er ánægjulegt."

FH hefur ekki unnið leik í töluverðan tíma en þessi sigur hlýtur að bæta andrúmsloftið í klefanum.

„Einmitt núna er andrúmsloftið í klefanum mjög gott. Þetta lyftir öllum upp. Þetta er ekki sama keppni og deildin þannig við settum það bara til hliðar og einbeittum okkur að bikarnum en það er stór leikur á sunnudagin þannig ef við getum tekið þetta framlag og þessi mörk þá getum vonandi unnið."

Það heyrðist frá Eið Smára úr klefanum að hann hafi sagt við liðið að njóta sigursins í dag en svo er algjör einbeiting að næsta leik gegn ÍBV á sunnudaginn.

„Já nákvæmlega. Maður þarf að hætta að hugsa um þetta á morgun, ég er ánægður með sigurinn en við höfum verk að vinna á erfiðum velli á sunnudaginn þannig vonandi getum við unnið."

FH eru þá komnir í undanúrslit bikarsins en það eru erfiðir andstæðingar eftir í pottinum. Er trú fyrir því að vinna bikarinn?

„Já auðvitað. Ég hef verið í tvemur úrslitaleikjum með FH og hef tapað þeim báðum þannig það væri gott að komast þangað aftur. Þetta er líka fljótasta leiðin í evrópukeppni fyrir næsta ár þannig vonandi getum við gert það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner