Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 11. ágúst 2024 12:48
Sölvi Haraldsson
Carvalho á leið í læknisskoðun í dag
Fabio Carvalho.
Fabio Carvalho.
Mynd: -

Fabio Carvalho er að ganga í raðir Brentford eins og Fabrizio Romano greindi frá á dögunum. 


Portúgalinn er sagður vera á leið í læknisskoðun hjá Brentford í dag og verður tilkynntur hjá félaginu tæpum sólahring eftir það.

Greint var frá því að kaupverðið á Fabio Carvalho væri rúmar 27 milljónir punda. Liverpool keypti hann fyrir tveimur árum á 5 milljónir punda. 

Á seinasta tímabili var portúgalinn á láni hjá Hull City í Championship deildinni en þar spilaði hann 20 leiki og skoraði 9 mörk. Carvalho er sagður vera á leið til Brentford til að fá meiri spiltíma. 

Southampton og Leicester sýndu einnig gífurlega mikinn áhuga á miðjumanninum sem virðist hafa valið Býflugurnar fram yfir Dyrlingana og Refina.


Athugasemdir
banner