Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 11. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Róbert Elís spáir í 18. umferð Bestu deildarinnar
Róbert Elís Hlynsson.
Róbert Elís Hlynsson.
Mynd: ÍR
Gilli.
Gilli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson var hetja ÍR í 1-0 sigri gegn Þrótti á dögunum. Hann hefur verið virkilega góður í sumar í liði ÍR sem hefur komið á óvart í Lengjudeildinni.

Róbert fékk það verkefni að spá í leiki 18. umferðar í Bestu deild karla en umferðin hefst á eftir.

Víkingur R. 3 - 0 Vestri (14:00 í dag)
Víkingur fara létt með Vestramenn. Þeir taka þetta 3-0. Sveinn Gísli (Gilli) skorar alltaf í þessum leik.

Fylkir 1 - 2 KA (17:00 í dag)
Vök vélin búin að kveikja á sér. Hann setur tvö og Theodór Ingi skorar fyrir Fylkismenn.

Valur 4 - 1 HK (19:15 í kvöld)
Valsmenn fara þægilega í gegnum HK menn og vinna sannfærandi. Gylfi með tvö og Patrick Pedersen tvö, síðan skorar Karl Ágúst fyrir HK.

Stjarnan 1 - 1 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Alvöru skák sem verður spiluð þarna. Stjarnan skorar í fyrri en Blix pota inn jöfnunarmarki seint. Bæði lið ósátt með jafntefli.

ÍA 1 - 1 Fram (18:15 á morgun)
Þessi leikur öskrar jafntefli, bæði lið í baráttu um sæti í efri helming og ganga bæði sátt frá þessum leik.

KR 0 - 1 FH (18:15 á morgun)
Helmingur af leikmönnunum í þessum leik mega greinilega ekki taka þátt. Þetta verður jafn leikur og ekki mikill fótbolti spilaður. FH potar einu inn í seinni hálfleik.

Fyrri spámenn
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Birkir Karl (3 réttir)
Ásta Eir (3 réttir)
Binni Willums (3 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Júlíus Mar (2 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Máni Austmann (1 réttur)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner