Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 11. september 2021 23:12
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Við verðum að horfa á það sem við stjórnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann afar öflugan 3-0 sigur á Val í kvöld og færðist enn nær Íslandsmeistaratitlinum, eða hvað Óskar Hrafn?

Við getum svosem ekki sagt það en þetta var góð frammistaða og góður sigur. Frammistaðan var frábær og mér fannst úrslitin vera það sem við áttum skilið. Mér fannst þetta aldrei spurning og við vera með góða stjórn á þessu.

Eftir að Blikar skoruðu höfðu þeir öll tök á leiknum.

Þegar við skorum þá þurfa þeir að fara framar og þegar það gerist þá opnast svæði sem þeir kannski vildu ekki að opnuðust. Í svona leik er fyrsta markið algerlega gulls ígildi. Um leið og þú ert búinn að ná markinu þá breytast hlutirnir.

Blikar eru í ökumannssætinu og titillinn innan seilingar. Hvernig gengur að halda einbeitingu í þeim aðstæðum sem eru nýjar fyrir Blika í sumar?

Við finnum ekki fyrir aukinni pressu og tökum einn leik fyrir í einu. Í dag gekk vel og svo tekur við vika fram að FH leik. Um leið og við missum sjónar af okkur sjálfum og því sem við getum stjórnað þá gætum við lent í vandræðum.

FH er búið að vera mjög gott að undanförnu, spila pressulausir og vel. Það er mikilvægt fyrir FH-inga að klára mótið vel og koma inn jákvæðni fyrir veturinn. Ég veit að Óli Jó þolar enga meðalmennsku, þeir verða mjög vel peppaðir.


Eftir tap í fyrsta heimaleik hafa Blikar unnið níu heimaleiki í röð með markatölunni 29-1 og gert Kópavogsvöll að gryfju!

Okkur líður vel hérna, það er ekki að neita því. Með þessa áhorfendur í stúkunni þá líður mönnum vel hérna. Það er dýrmætt að eiga góðan heimavöll og er eitthvað sem við þurfum að vernda.

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir
banner
banner