Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 11. október 2021 15:36
Elvar Geir Magnússon
Romero búinn í læknisskoðun hjá Venezia
Sergio Romero, fyrrum markvörður Manchester United, hefur farið í læknisskoðun hjá Venezia.

Félagið er nýliði í ítölsku A-deildinni.

Argentínski landsliðsmaðurinn yfirgaf Manchester United í júlí og er að ganga í raðir Venezia.

Romero er 34 ára og hefur spilað 96 landsleiki fyrir Argentínu. Hann hefur áður spilað í ítölsku deildinni en hann yfirgaf Sampdoria 2013 og fór til Mónakó.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Romero geri samning við Venezia á morgun.
Athugasemdir
banner